Beint í efni

Krakkarnir í Krummavík

Krakkarnir í Krummavík
Höfundur
Magnea frá Kleifum
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1980
Flokkur
Barnabækur


Teikningar Sigrún Eldjárn.

Úr Krökkunum í Krummavík:

Kalli og Palli voru fljótir að sofna á kveldin en voru svo eins og hanar á morgnana. En Halli vildi fá að vaka eins lengi og fullorðna fólkið og þó að hann væri látinn fara í rúmið á hverju kveldi um leið og bræður hans gat hann alls ekki lært að sofna svona snemma. Á morgnana var hann aftur á móti svo latur og syfjaður að hann var alltaf síðastur af öllum á fætur. Auk þess þótti honum afskaplega gaman að striplast á náttfötunum og líka eftir að hann var kominn úr þeim. Það var hreinasta þraut að koma stráknum í fötin á morgnana og úr þeim á kveldin. Eftir að Halli eignaðist langafa gekk enn verr að fá hann í fötin á morgnana, það kom stundum fyrir að stráksi var kominn út í fjós þegar verið var að mjólka eða út á tún í stígvélunum og skyrtunni einum fata, með langafa með sér. Fullorðna fólkið gat nú stundum ekki annað en brosað að þeim félögum en bæði mömmu, ömmu og langömmu kom saman um að þetta fæti ekki gengið svona en afa og Páli gamla fannst þetta ósköp saklaust og sýndi bara að strákurinn væri í eðli sínu villimaður. Mamma setti nú Halla tvo kosti: Annaðhvort klæddi hann sig á morgnana áður en hann kæmi niður eða langafi yrði tekinn og brotinn í eldinn. Þetta voru harðir kostir. Halli sat uppi í rúminu sínu og hugsaði. Hvernig í ósköpunum stóð á því að það þurfti að brenna langafa þó hann sjálfur væri latur að klæða sig, það var ofvaxið hans skilningi.

(s. 54-55)

Fleira eftir sama höfund

Karlsen stýrimaður

Lesa meira

Í álögum

Lesa meira

Sossa litla skessa

Lesa meira

Sossa skólastúlka

Lesa meira

Sossa sólskinsbarn

Lesa meira

Sossa sönn hetja

Lesa meira

Tobías og Tinna

Lesa meira

Tobías og vinir hans

Lesa meira

Tobías trítillinn minn

Lesa meira