Beint í efni

Tobías og Tinna

Tobías og Tinna
Höfundur
Magnea frá Kleifum
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1982
Flokkur
Barnabækur

Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn.

Úr Tobíasi og Tinnu:

- Komum þá í parís, sagði Tinna.
 - Það er fyrir stelpur, sagði Tobías.
 - Er það nú della. Tinna setti hendur á mjaðmir og stillti sér upp framan við drenginn. Hver fann upp þau lög að stelpur mættu ekki gera það sama og strákar og strákar það sama og stelpur, viltu segja mér það?
 Nei, Tobías gat ekki sagt henni það, það var bara svona.
 - Nú komum við í parís og svo getum við gert eitthvað sem þér finnst nógu strákalegt á eftir, sagði Tinna og Tobías stóð og horfði á tvo fima litla fætur sem hoppuðu fram og aftur eftir vissum reglum á gangstéttarhellunum. Hvernig átti hann að geta þetta? Í fyrsta lagi kunni hann ekki leikinn, í öðru lagi gæti hann ekki stokkið svona fram og aftur og þó hann langaði til að læra þetta hopp þá neituðu fæturnir að hreyfa sig, þeir stóðu bara grafkyrrir.
 - Svona, nú gerir þú, sagði Tinna og rétti honum steinvölu.
 Tobías stóð þarna með Jóku undir handleggnum og steininn í hendinni og óskaði sér út í hafsauga. Hann langaði til að reyna, en stóð þó kyrr. Brjóstið varð svo undarlegt, höfuðið þungt sem blý og kökkur í hálsinum svo hann gat varla andað. Svo runnu tárin úr bláu augunum og niður kinnarnar.
 Tinna leit á Tobías. - Ó, auminginn, finnurðu einhverstaðar til? spurði hún umhyggjusöm.
 - Já, í stutta fætinum, stundi Tobías upp af gömlum vana. Tinna tók í hönd hans og leiddi hann við hlið sér að tröppunum. Þar lét hún hann setjast, tók af honum skóna og klæddi hann úr sokkunum. Svo horfði hún á fætur hans.
 - Þeir eru alveg eins, sagði hún.
 Tobías horfði líka á fætur sína. Jú, þeir voru alveg eins.
 - Hvaða fæti er þér illt í? spurði Tinna.
 - Stutta fætinum, svaraði Tobías.
 - Hvor þeirra er stutti fóturinn?
 Ja, Tobías vissi það hreint ekki.
 - Pabbi, pabbi, kallaði Tinna hástöfum. - Honum Tobíasi er svo illt í stutta fætinum, en við vitum bara ekki hvor fóturinn er styttri, þeir eru alveg eins.

(s. 54-55)

Fleira eftir sama höfund

Karlsen stýrimaður

Lesa meira

Í álögum

Lesa meira

Sossa litla skessa

Lesa meira

Sossa skólastúlka

Lesa meira

Sossa sólskinsbarn

Lesa meira

Sossa sönn hetja

Lesa meira

Tobías og vinir hans

Lesa meira

Tobías trítillinn minn

Lesa meira

Tobías, Tinna og Axel

Lesa meira