Beint í efni

Sossa sólskinsbarn

Sossa sólskinsbarn
Höfundur
Magnea frá Kleifum
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Barnabækur

Úr Sossu sólskinsbarni:

- Við gætum notað þessa sem fjósastelpu, segir strákurinn og bendir á mig með svipuskaftinu.
 Kaupmaðurinn rýnir á mig gegnum gleraugun. - Hún er of lítil, segir hann.
 - Stattu upp, skipar strákurinn og potar í mig. Mér dettur ekki í hug að hlýða honum og gríp báðum höndum um brekánið. - Snáfaðu fram úr, segir hann, en ég bít saman tönnunum og klemmi aftur varirnar. Þá grípur hann mig og dregur mig fram á gólfið. Ég er of lítil og hann of stór.
 - Slepptu mér, segi ég og berst um á hæl og hnakka.
 - Láttu hana vera, segir pabbi og ætlar að taka mig af honum. Strákurinn sveiflar svipunni svo hvín í og pabbi hrökklast aftur á bak. Þá stígur hann ofan á hundinn sem ýlfrar og skrækir.
 Ég er eins og mús í kattargini, en ég er samt ekki lömuð af hræðslu. Inni í mér bullsýður reiðin og ég veit ekki lengur hvað ég geri.
 Ég læsi beittum og sterkum tönnum í handlegg stráksins og bít fast, tek á af öllum kröftum og finn hvernig skinnið skerst í sundur. Ég tryllist af gleði. Ég skal bíta hann og bíta þangað til hann hunskast út og heim til sín. Mamma kemur þjótandi inn þegar hún heyrir öskrin í stráknum. Hann reynir að slíta mig af sér en getur það ekki og keyrir mig niður í gólfið. Á leiðinni næ ég í lærið á honum og hangi þar eins og hundur í roði. Þó að buxurnar séu fyrir næ ég góðri munnfylli og dreg ekki af mér.
 Loks nær mamma mér af honum og ber mig fram. En ég er svo reið að það munar engu að ég bíti hana líka. Hún fer með mig til Gumma sem situr á mókassanum í eldhúsinu. - Farðu með hana út í hlóðaeldhús en vertu ekki vondur við hana, hvíslar hún, og Gummi tekur mig í bóndabeygju svo ég get mig hvergi hreyft og ber mig fram. Ég heyri að hláturinn sýður í honum.
 - Þú ert nú meira gerpið, Sossa mín. Bítur gesti sem koma, eins og grimmur hundur, segir hann, - það er nú ekki kurteislegt!

(s. 75-76)

Fleira eftir sama höfund

Krakkarnir í Krummavík

Lesa meira

Kátt er í Krummavík

Lesa meira

Sossa litla skessa

Lesa meira

Sossa skólastúlka

Lesa meira

Sossa sönn hetja

Lesa meira

Hold og hjarta : skáldsaga

Lesa meira

Tobías og Tinna

Lesa meira

Tobías og vinir hans

Lesa meira

Tobías trítillinn minn

Lesa meira