Beint í efni

Björn Þorláksson

Æviágrip

Björn Þorláksson fæddist á Húsavík þann 28. apríl árið 1965. Hann er sonur Þorláks Jónassonar bónda og Lilju Árelíusdóttur húfreyju og ólst upp ásamt þremur eldri systrum sínum í Vogum, Mývatnssveit. Að loknu grunnskólaprófi í Laugaskóla í Reykjadal, lærði Björn við Menntaskólann á Akureyri og tók þaðan stúdentspróf árið 1985. Hann hefur lagt stund á nám í íslensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og numið hótelrekstur  í Sviss.

Björn vann ýmis landbúnaðar-, iðnaðar- og þjónustustörf á yngri árum en gerði síðar píanóleik að aðalatvinnu um nokkurt skeið. Hann hóf störf í blaðamennsku í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og hefur samhliða skriftum sínum starfað á öllum helstu dagblöðum landsins, Ríkisútvarpinu og Stöð 2.

Fyrsta bók Björns er smásagnasafnið Við sem kom út árið 2001. Síðan hefur hann sent frá sér nokkrar skáldsögur.