Beint í efni

Mannorðsmorðingjar?: Faglegar og persónulegar pælingar um stöðu fjölmiðla á Íslandi

Mannorðsmorðingjar?: Faglegar og persónulegar pælingar um stöðu fjölmiðla á Íslandi
Höfundur
Björn Þorláksson
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Fræðibækur

Úr formála bókarinnar

„Hið illa nær yfirhöndinni þegar góðir menn hafast ekki að.“ Þessi orð, sem efnislega eru rakin til stjórnspekingsins og íhaldsmannsins Edmunds Burkes, gætu verið einkunnarorð bókarinnar sem hér fer á eftir. Þessi bók er um margt óvenjuleg þótt viðfangsefnið, fjölmiðlar og hlutverk þeirra í daglegu lífi, sé vissulega kunnuglegt hverjum læsum Íslendingi og hugleikið öllu hugsandi fólki. Höfundurinn býr að áratuga reynslu af blaða- og fréttamennsku og nýtir sér hana óspart í þessu verki. Staðgóð þekking hans á rannsóknum í blaðamennsku- og fjölmiðlafræðum kemur honum einnig að góðum notum. Hér er hvorki á ferðinni venjuleg blaðamennskubók né dæmigert fræðirit. Bók þessi er ádeilurit, byggt á traustum grunni reynslu og þekkingar, en knúið áfram f einbeittum vilja, jafnvel ástríðu, til að efla sjálfstæða, greinandi og gagnrýna blaða- og fréttamennsku í landinu. Bókin er einnig ákall til almennings um að meta að verðleikum hina daglegu viðleitni blaða- og fréttamanna til að koma góðu til leiðar með hlutlægum flutningi mikilvægra frétta en dæma þá ekki eingöngu af undantekningartilvikunum þegar hvatvísir fjölmiðlagapuxar rugla fólk í ríminu með marklitlum æsifréttum. Loks er bókin herhvöt til okkar allra að láta ekki glepjast þegar sterk öfl steilast inn á fréttavettvanginn með það eitt í hyggju að grugga upp samvitunina í þágu eigin skammtímahagsmuna. Eins og segir á einum stað í bókinni þá er markmið hennar að efla fjölmiðlalæsi almennings, beinlínis til að hann verði „það bakland sem þarf“.

Fleira eftir sama höfund

Lífsloginn

Lesa meira

Rottuholan

Lesa meira

Villibörn

Lesa meira

Heimkoman

Lesa meira