Beint í efni

Vér unglingar

Vér unglingar
Höfundur
Þórey Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Ros Asquith: I Was a Teenage Worrier.

Úr Vér unglingar:

Ó Ólétta Mikið áhyggjuefni fyrir alla sem hafa gert það eða næstum því gert það, því sæði (sjá SÆÐI) er fjandanum þrautseigara og finnur sér egg miklu fyrr en Benni við morgunverðarborðið. Lengi hélt ég að typpið á strákunum þyrfti að komast í snertingu við naflan á stelpunum sem sýnir best hvað kynfræðsla fer framhjá jafnvel áhyggjufyllsta fólki. En ég var samt ekki eins vitlaus og stóra systir hennar Agnesar sem hélt maður gæti orðið óléttur við að núa saman nefjum. Ég mundi mæla með átta smokkum í einu plús sæðisdrepandi kremi, einn er algjört lágmark. Nú er hægt að gera rannsóknir sem SANNA hver faðirinn er, svo varið ykkur á meðlagsgreiðslum, strákar! Þið gætuð líka setið uppi með krakkann. Hahaha! Það er líka hægt að prófa hvort maður sé óléttur mjög snemma (daginn sem maður átti að byrja á túr) og svoleiðis próf er hægt að kaupa í apótekum. Ég á nokkur sett til vonar og vara. NB. Ef þú verður ólétt skaltu fara strax til læknis. Helst til einhvers sem finnst ekki að unglingsstelpur sem fara í fóstureyðingu ættu skilið að stikna í víti um alla eilífð. Sjá einnig UNGBÖRN, GETNAÐARVARNIR, TÚR, KYNLÍF, o.s.frv.

(s. 117-118)

Fleira eftir sama höfund

Ógnir fortíðar

Lesa meira

Kona án fortíðar

Lesa meira

Spegilsónata

Lesa meira

Stelpur í stuði

Lesa meira

Stjörnuhrap

Lesa meira

Aldrei aftur

Lesa meira

Leiksoppur örlaganna

Lesa meira

Ísbarnið

Lesa meira

Stelpur í stressi

Lesa meira