Beint í efni

Ógnir fortíðar

Ógnir fortíðar
Höfundur
Þórey Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Íslenskar þýðingar


Victoria Holt: The Black Opal.

Úr Ógnum fortíðar:

„Mamma mín nefnilega vildi mig ekki, skilurðu,“ sagði ég, „svo hún skildi mig þarna eftir. Flestar mömmur elska nú börnin sín.“ „Ég er viss um að móðir þín hefur elskað þig,“ sagði hún, „Ég held að hún hafi líklega skilið þig hérna eftir vegna þess að hún elskaði þig svo mikið og vildi að þú ættir betri ævi en hún gat gefið þér. Í Engisskógi var fólk sem gat gætt þín, gefið þér nóg að borða, annast þig. Auk þess bjó læknir í húsinu.“ Það kom mér á óvart að móðir mín hefði yfirgefið mig vegna þess að hún elskaði mig. Það hafði ekki hvarlað að mér fyrr. „En mér fannst alltaf að þau vildu ekkert með mig hafa,“ sagði ég. „Fóstru fannst að það hefði átt að setja mig beint á munaðarleysingjahæli eða ómagahælið. Þau hefðu líka ábyggilega sent mig, ef læknirinn hefði ekki komið til sögunnar.“ „Læknirinn er ákaflega góður og skilningsríkur maður.“ „Fóstru fannst að ég hefði átt að fara.“ „En læknirinn vildi hafa þig, svo það skiptir engu hvað fóstru finnst. Aðalatriðið er að hann vildi hafa þig hjá sér um kyrrt.“

(s. 42)

Fleira eftir sama höfund

Kona án fortíðar

Lesa meira

Spegilsónata

Lesa meira

Stelpur í stuði

Lesa meira

Stjörnuhrap

Lesa meira

Vér unglingar

Lesa meira

Aldrei aftur

Lesa meira

Leiksoppur örlaganna

Lesa meira

Ísbarnið

Lesa meira

Stelpur í stressi

Lesa meira