Beint í efni

Stjörnuhrap

Stjörnuhrap
Höfundur
Þórey Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1994
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Phyllis A. Whitney: Star Flight.

Úr Stjörnuhrapi:

Áhugi Jims á Roger Brandt hafði kviknað einkum vegna þess að hann var afi minn, en fljótlega hafði hann vaxið langt umfram það. Hann hafði horft á myndir hans og lesið hundruð bóka skrifaðra af innanbúðarfólki í Hollywood og undantekningarlaust var eitthvað minnst á Roger Brandt í þessum bókum. Þegar Jim ákvað að fara hingað og afla sér nánari upplýsinga um viðfangsefni sitt, hafði ég neitað að fara með honum. Ég starfaði sem handritahöfundur og hafði áður lagt hönd á plóginn við sum fyrri verkefni Jims, en vildi ekki koma nálæt þessu. Ég þrjóskaðist enn við að mæta forlögunum. Þegar hann svo lét lífið í þessari ferð, hafði sektarkenndin nagað mig, kannski vegna þess að hjónaband okkar var ekki lengur náið. Ég gat ekki varist þeirri hugsun að ef ég hefði farið hingað með honum, væri hann ef til vill á lífi. Orðsendingin furðulega, sem hafði att mér hingað, var því sem næst nafnflaus. Ég kunni þessar fáu línur utan að og þær rifjuðust upp fyrir mér þar sem ég stóð og horfði út yfir vatnið í átt að fjallinu mikla. Lauren Castle! Dauði mannsins þíns var ekkert slys, eins og ég hef nýverið komist að. Ef þig fýsir að vita hvað henti hann, verður þú að koma hingað að Freistingarvatni eins fljótt og auðið er. Dveldu á Fjallahótelinu og ég mun finna þig þar. N.

(s. 10)

Fleira eftir sama höfund

Ógnir fortíðar

Lesa meira

Kona án fortíðar

Lesa meira

Spegilsónata

Lesa meira

Stelpur í stuði

Lesa meira

Vér unglingar

Lesa meira

Aldrei aftur

Lesa meira

Leiksoppur örlaganna

Lesa meira

Ísbarnið

Lesa meira

Stelpur í stressi

Lesa meira