Beint í efni

Stelpur í stuði

Stelpur í stuði
Höfundur
Þórey Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Jacqueline Wilson: Girls Out Late.

Úr Stelpum í stuði:

Það er sárt að vera úthýst. Mér líður eins og ég hafi verið slegin á trýnið, beinið tekið af mér og ég send út í hundakofa. Magda og Nadine hoppa ekkert hæð sína af kæti þegar ég segi þeim að ég ætli að koma með þeim á Claudie tónleikana eftir allt saman.
„Góða! Vertu ekki að gera okkur neinn greiða,“ segir Magda.
„Þú vilt greinilega miklu heldur fara á ball með Fótfráu Rissblokkinni,“ segir Nadine.
Ég verð að draga andann djúpt og láta mig hafa þetta. Ég segi við sjálfa mig að þær séu allra bestu vinkonur mínar og ekkert sé mér mikilvægara en kærleikur þeirra, stuðningur og félagsskapur ... jafnvel þótt mig langi á þessu augnabliki einna mest til að slá Mögdu utan undir því hún er svo góð með sig og hárreyta Nadine. En ég stilli mig ... og smám saman léttist á þeim brúnin. Í lok dagsins er næstum allt orðið eðlilegt á milli okkar og við farnar að skipuleggja í hverju við ætlum að vera á Claudie tónleikunum og hvernig við ætlum að komast þangað.
(s. 140)

Fleira eftir sama höfund

Ógnir fortíðar

Lesa meira

Kona án fortíðar

Lesa meira

Spegilsónata

Lesa meira

Stjörnuhrap

Lesa meira

Vér unglingar

Lesa meira

Aldrei aftur

Lesa meira

Leiksoppur örlaganna

Lesa meira

Ísbarnið

Lesa meira

Stelpur í stressi

Lesa meira