Beint í efni

Ísbarnið

Ísbarnið
Höfundur
Þórey Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Elizabeth McGregor: The Ice Child.

Úr Ísbarninu:

Í ágúst voru settar upp búðir á Felixhöfða á strönd King Williamlands, rúmlega sex kílómetra frá Terror. Hópurinn sem sendur var upp á land fékk nóg að gera að fyrirmælum Croziers kafteins. Þeir áttu að koma upp tjöldum, spenna gildrur, safna saman niðurstöðum úr segulsviðsmælingum, bora djúpar veiðivakir í ísinn sem frusu eins og skot ef ekki voru sex menn við hverja þeirra til að halda þeim opnum og tjaldað var yfir þær með seglábreiðu.

Gus hafði þrábeðið um að fá að fara upp á land þótt ekki væri liðin vika frá því að honum var tekið blóð um borð í skipinu. Mennirnir höfðu sagt honum að blóðtaka gerði honum gott en hann vissi ekki hvort þeir höfðu rétt fyrir sér. Hann átti bágt með að þola að sjá þykkan, seigfljótandi vökvann streyma úr handlegg sér. Þá fannst honum hann svo dauðlegur, svo mannlegur. Þá fór hann að óttast að hann gæti dáið því hann var í rauninni lítið annað en samsafn af beinum og þessu rauða blóði sem lak ofan í skál.

(s. 270-271)

Fleira eftir sama höfund

Ógnir fortíðar

Lesa meira

Kona án fortíðar

Lesa meira

Spegilsónata

Lesa meira

Stelpur í stuði

Lesa meira

Stjörnuhrap

Lesa meira

Vér unglingar

Lesa meira

Aldrei aftur

Lesa meira

Leiksoppur örlaganna

Lesa meira

Stelpur í stressi

Lesa meira