Beint í efni

Stelpur í stressi

Stelpur í stressi
Höfundur
Þórey Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Jaqueline Wilson: Girls Under Pressure.

Úr Stelpum í stressi:

Það er hins vegar miklu erfiðara þegar Magda og Nadine bjóða mér mat. Magda tróð upp á mig heilli sneið af hnetubökunni hennar mömmu sinnar í frímíútunum og áður en ég náða að menga hana með hugsunum mínum var ég búin að borða hana upp til agna. Dísætt og rakt maukið rann niður í maga á örfáum sekúndum. Það var svo gott að ég táraðist. Ég er búin að svelta heilu hungri í marga daga og það var svo dásamlegt að sefa aðeins sárustu svengdarverkina í maganum – en um leið og ég er búin að renna þessu niður og stend eftir með klístraðar varir og mylsnu á fingrunum fyllist ég skelfingu.
Hvað voru þetta margar kaloríur? 300? 400? Kannski 500? Allt þetta síróp, allt þetta smjör, allar þessar þrælfitandi pekanhnetur.
Ég segist þurfa á klósettið en Magda og Nadine koma með og ég get ekki troðið fingrunum ofan í kok og ælt þessu upp út mér, því þær myndu heyra til mín.


(s. 45)

Fleira eftir sama höfund

Ógnir fortíðar

Lesa meira

Kona án fortíðar

Lesa meira

Spegilsónata

Lesa meira

Stelpur í stuði

Lesa meira

Stjörnuhrap

Lesa meira

Vér unglingar

Lesa meira

Aldrei aftur

Lesa meira

Leiksoppur örlaganna

Lesa meira

Ísbarnið

Lesa meira