Beint í efni

Verndarengill

Verndarengill
Höfundur
Sigfús Bjartmarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Sara Paretsky: Guardian Angel.

Úr Verndarengli:

Einn starfsmannanna rúllaði fyrir okkur líkinu út úr kælinum. Skrokkurinn var í plastpoka upp að höku en höfuðið sást vel.
 Líkið var búið að liggja í Sanitaryskurðinum í einhverja daga og undanfarna viku hafði verið heitt í veðri. Andlitið var þrútið og rautt. Ég hefði tæpast þorað að sverja uppá föður minn svona útleikinn og hvað þá mann sem ég hafði hitt þrisvar eða fjórum sinnum. Hárið var líkt og á Kruger og ef maður reyndi að draga tútnun og sköddun frá virtist höfuðlagið það líka.
 Mér varð hálf illt. Ég er að verða afvön því að standa yfir líkum síðan ég hætti í sérsveit morðdeildarinnar hjá verjanda. Ég gat líka merkt af grænleitu yfirbragði Contreras að hann var einnig búinn að glata því ónæmi sem hann hafði komið sér upp á orustuvöllum Ítalíu fyrir fimmtíu árum.
 Hann ræskti sig og sagði hásri og lágri röddu: Þetta er ansi líkt honum Mitch. Ég er samt ekki alveg viss. Andlitið - andlitið er... Hann blakaði til hendinni og síðan gáfu fæturnir undan.
 Starfsmaðurinn greip hann áður en líkaminn skall í gólfið. Ég náði í stól sem stóð uppi við vegginn og ýtti honum að. Starfsmaðurinn setti hann á stólinn og þrýsti höfðinu niður í keltuna. Þetta vesen að koma honum fyrir, ná í vatnsglas og fá hann til að súpa á varð til þess að mér hvarf sjálfri öll ógleði.

(s. 109)

Fleira eftir sama höfund

Das Licht dieser Welt

Lesa meira

Raptorhood

Lesa meira

Speglabúð í bænum

Lesa meira

Tröllasögur : skáldsagnir

Lesa meira

Án fjaðra

Lesa meira

Beint af augum

Lesa meira

Allra átta

Lesa meira

Sólskinsrútan er sein í kvöld

Lesa meira

Drekkhlaðinn kajak af draugum : sagnir Ínúíta

Lesa meira