Beint í efni

Án fjaðra

Án fjaðra
Höfundur
Sigfús Bjartmarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Ljóð

Úr Án fjaðra:

Cro-Magnon mennirnir koma (brot)

1

athöfnin er í sjálfu sér einföld en sterk og lánist hún koma líflínurnar síðastar fram nákvæmlega dregnar af öllum frumþáttum af endum himinbrautanna svo streymir úr veggnum kraftur og slægðin og ég geng fram og út eftir syllunni held gyðju minni á lofti uppi í gómbleiku skininu og þá lifna við hin steingerðu hold hnöttóttur kviðurinn allur að opnast svo birtir og skín á sæði og mjólk og munnvolgt blóðið fljótandi - og sköpunin öll hún sýpur sig saman í óraheild í máttugt frjómagn holanna ... 6 þegar neanderthalis þótti öllu því eytt sem grandað yrði þá gróf hann gyðju sína í gori þakti tákn sín af ástúð veggina alla með blautri ösku hlóð upp í hellismunnann og tók stefnu út og vestur fjöll allan þann dag hafði hann veður af æti og nærri almyrkt orðið þegar hann tók eftir því að sá sem fer síðastur sinna varpar engum skugga á hjarnið

Fleira eftir sama höfund

Das Licht dieser Welt

Lesa meira

Raptorhood

Lesa meira

Speglabúð í bænum

Lesa meira

Verndarengill

Lesa meira

Tröllasögur : skáldsagnir

Lesa meira

Beint af augum

Lesa meira

Allra átta

Lesa meira

Sólskinsrútan er sein í kvöld

Lesa meira

Drekkhlaðinn kajak af draugum : sagnir Ínúíta

Lesa meira