Beint í efni

Beint af augum

Beint af augum
Höfundur
Sigfús Bjartmarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Raymond Carver: Short Cuts

Úr Beint af augum:

 Á mánudagsmorgun var afmælisbarnið á gangi í skólann ásamt öðrum dreng. Á milli sín létu þeir ganga poka með kartöfluflögum og afmælisbarnið var að fiska eftir því hvað vinur hans ætlaði að gefa honum í afmælisgjöf seinna um daginn. Án þess að líta í kringum sig sté afmælisbarnið út af gangstéttinni á gatnamótum og varð samstundis fyrir bíl. Hann lenti á hliðinni með höfuðið í ræsinu en fæturnir vissu út á götu. Augun voru lokuð en fæturnir klofuðu áfram eins og hann vildi yfirstíga eitthvað. Vinur hans missti kartöfluflögurnar og brast í grát. Bíllinn hafði haldið áfram rúmlega þrjátíu metra og stoppað þar á miðri götunni. Maðurinn í ökumannssætinu horfði um öxl. Hann beið þar til drengurinn staulaðist á fætur. Hann skjögraði lítillega. Hann virtist vankaður, en að öðru leyti í lagi. Ökumaðurinn setti í gír og ók burt.
 Afmælisbarnið grét ekki, en hann vildi heldur ekkert um þetta tala. Hann svaraði engu þegar vinur hans spurði hvernig það væri að verða fyrir bíl. Hann lagði bara af stað heim, og vinur hans fór í skólann. En eftir að afmælisbarnið kom heim til sín og var að greina móður sinni frá þessu - hún við hlið hans í sófanum haldandi um hönd hans í keltu sinni og var að segja: Scotty elskan mín, ertu viss um að það sé allt í lagi með þig ástin? og um leið að hugsa um að hringja nú samt á lækni - þá hallaðist hann skyndilega aftur í sófann, lokaði augunum og linaðist upp. Þegar henni tókst ekki að vekja hann flýtti hún sér í símann og hringdi í manninn sinn sem var í vinnunni. Howard sagði henni að vera rólegri, vera bara róleg, og svo hringdi hann á sjúkrabíl fyrir barnið og lagði sjálfur af stað á spítalann.
 Að sjálfsögðu var afmælisveislunni aflýst.

(s. 81-82)

Fleira eftir sama höfund

Das Licht dieser Welt

Lesa meira

Raptorhood

Lesa meira

Speglabúð í bænum

Lesa meira

Verndarengill

Lesa meira

Tröllasögur : skáldsagnir

Lesa meira

Án fjaðra

Lesa meira

Allra átta

Lesa meira

Sólskinsrútan er sein í kvöld

Lesa meira

Drekkhlaðinn kajak af draugum : sagnir Ínúíta

Lesa meira