Beint í efni

Allra átta

Allra átta
Höfundur
Sigfús Bjartmarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Þýðingar Sigfúsar á ljóðum Octavio Paz (ásamt Jóni Thoroddsen).

Úr Allra átta:

Gatan

Gatan er löng, allt er hljótt og um slæðing
myrkranna geng ég, hnýt við og dett
rís upp, feta þá daufdumbu steinlögn
skrælnað laufið áfram blindum fótum
einhver að baki mér einnig á gangi
nemi ég staðar, stendur hann við
taki ég til fóta tekur hann á rás! Ég lít um öxl,
enginn í myrkrinu fullkomnu, engin
undankomuleið, ég beygi fyrir horn,
beygi enn og aftur, inn í sömu götu
þar sem enginn bíður né eltir mig
þar sem ég elti mann sem hnýtur
rís upp, lítur til mín og segir: enginn

Fleira eftir sama höfund

Das Licht dieser Welt

Lesa meira

Raptorhood

Lesa meira

Speglabúð í bænum

Lesa meira

Verndarengill

Lesa meira

Tröllasögur : skáldsagnir

Lesa meira

Án fjaðra

Lesa meira

Beint af augum

Lesa meira

Sólskinsrútan er sein í kvöld

Lesa meira

Drekkhlaðinn kajak af draugum : sagnir Ínúíta

Lesa meira