Beint í efni

Út í blámann

Út í blámann
Höfundur
Eysteinn Björnsson
Útgefandi
Jökultindur
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Barnabækur

Myndir: Freydís Kristjánsdóttir

Úr Út í blámann:

Ef ég ætlaði að gera alvöru úr þeirri áætlun minni að vera hér kyrr að vetrarlagi þyrfti ég að gera ákveðnar ráðstafanir. Svo mikið hafði ég lært á þessu flakki mínu. Í fyrsta lagi varð ég að velja mér öruggt fylgsni og fóðra það að innan með stráum, hrosshári og ullarlögðum. Ekki vissi ég hve langan tíma það tæki en ekki seinna vænna að hefjast handa. Nóttin var alltaf að verða dimmari og allra veðra von. Í öðru lagi þyrfti ég að safna mér forða og koma honum inn í fylgsnið. Auðvitað kysi ég helst að hafa sem mest af gómsætum lirfum, ormum og sniglum með bláberjum í eftirmat en gallinn var bara sá að ómögulegt var að geyma það til lengri tíma. Ég var enn ekki búin að ákveða hvað mér leist best á. Ég hallaðist helst að rauðu berjunum hans Ljósfeldar, af þeim var enn nóg út um alla móa. Í þriðja lagi yrði ég að vera undir það búin að leita í fjörurnar ef ég yrði þrátt fyrir allt uppiskroppa með fóður. Og í fjórða lagi var gott að vita af skóginum og vini mínum, Rauðkolli, ef allt annað brygðist, þótt mér fyndist það helst til langt frá heimkynnum mínum.

(s. 30)

Fleira eftir sama höfund

Dagnætur

Lesa meira

Bergnuminn

Lesa meira

Stelpan sem talar við snigla

Lesa meira

Faðir og sonur

Lesa meira

Jónsmessunótt

Lesa meira

Logandi kveikur

Lesa meira

Fylgdu mér slóð

Lesa meira

Í skugga heimsins

Lesa meira

Snæljós

Lesa meira