Beint í efni

Dagnætur

Dagnætur
Höfundur
Eysteinn Björnsson
Útgefandi
Bókaútgáfan Norðurljós
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Ljóð

Úr Dagnætur:

Haust

Kartöflugrös
ilmur úr moldinni
holur hljómurinn
þegar fyrstu kartöflurnar
nema við fötubotninn
æ æ stungið í gegnum
stærstu kartöfluna
sársauki í svipnum
þegar hún er dregin
af kvíslinni
mold í sárinu
tjörulykt af striga
þegar ein fatan af annarri
fer í pokann
hver á nú að bera
pokana upp í bíl
eftir að pabbi
lenti í sjóinum
segir lítill drengur
og strýkur
moldugri hendinni
yfir ennið

Fleira eftir sama höfund

Bergnuminn

Lesa meira

Stelpan sem talar við snigla

Lesa meira

Faðir og sonur

Lesa meira

Jónsmessunótt

Lesa meira

Logandi kveikur

Lesa meira

Fylgdu mér slóð

Lesa meira

Í skugga heimsins

Lesa meira

Snæljós

Lesa meira

Út í blámann

Lesa meira