Beint í efni

Þægir strákar

Þægir strákar
Höfundur
Helgi Ingólfsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Skáldsögur

Úr Þægir strákar:

 „Er einhver þarna?“ hvíslaði Gissur.
 Skyndilega skar stingandi birta í augu; kringlóttur bjarmi frá vasaljósi rétt ofan við gólfhæð, svo sterkur að vart var hægt að horfa í hann. „Drullið ykkur út, helvítin ykkar!“ sagði rösp og rám rödd. Meira brallok, vasaljósið sveiflaðist til eins og einhver væri að rísa á fætur. „Ég fann þennan stað fyrst, drullið ykkur út!“
 Jóhannes varð fyrri til að átta sig; þetta hlaut að vera bæli útigangsmanns. „Fyrirgefðu, við ætluðum ekki að ryðjast svona inn á þig,“ hvíslaði hann afsakandi, „en það er lýður á eftir okkur sem ætlar að berja okkur til óbóta.“
 „Hvern djöfulinn kemur mér það við!“ drundi röddin drykkjumannslega og óþarflega hávær; hún heyrðist sennilega út á götu. Geislinn frá vasaljósinu sveiflaðist í allar áttir; á haug af óreglulega stöfluðum pappakössum og eitt augnablik á bælt rúmstæði sem samanstóð af útmiginni og rifinni dýnu, með hrauk af skítugum fataleppum á. „Drullið ykkur út!“
 Jóhannes heyrði af köllum og hrópum úti við að drengirnir voru að snúa til baka og það fyrsta sem honum hugkvæmdist var að kaupa karlinn. „Ég gef þér flösku, ef þú bjargar okkur,“ hvíslaði hann í átt að ljósgeislanum.
 „Fyrir flösku, e?“ Karlinn varð allur blíðari á manninn: Hann var hættur að beina vasaljósinu beint í augun á þeim og kominn yfir til þeirra. Af daufu skini aftur af ljósinu mátti sjá að hann var veðurbarinn, djúphrukkóttur, með vikugamalt skegg. Hann angaði af hlandlykt. „Hvernig flösku, e? Fimm þúsund kall,“ svaraði hann sjálfur og setti þar með upp kaupverðið sjálfur.
 „Allt í lagi, fimm þúsund kall.“ Gissur var fljótur að samþykkja, enda heyrði hann unglingsrödd enduróma við enda undirganganna: „Heyrðu, Denni. Kannski fóru þeir hérna inn.“

(s. 135-136)

Fleira eftir sama höfund

Frjálsar hendur: kennarahandbók

Lesa meira

Sandkorn úr stundaglasi eilífðarinnar

Lesa meira

Þegar gestur fór

Lesa meira

Enn af kerskni og heimsósóma : ásamt barnasögum fyrir fullorðna

Lesa meira

Kver um kerskni og heimsósóma

Lesa meira

Blá nótt fram í rauða bítið

Lesa meira

Andsælis á auðnuhjólinu

Lesa meira

Eldurinn og andinn

Lesa meira

Greinilega kóngi að kenna

Lesa meira