Beint í efni

Enn af kerskni og heimsósóma : ásamt barnasögum fyrir fullorðna

Enn af kerskni og heimsósóma : ásamt barnasögum fyrir fullorðna
Höfundur
Helgi Ingólfsson
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2019
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Enn ryðst Helgi fram á ritvöllinn. Í þessu kveri, Enn af kerskni og heimsósóma, má finna frekari gamanmál, þar sem mestmegnis er skopast að dægurþrasi líðandi stundar, en inni í millum leynist alvarlegra efni.

Bragfræðin er fjölbreytt: Drápur, ferskeytlur, limrur, sléttubönd, sexur og eftirhermuhættir. Í ofanálag bætast nú við tíu örsögur, Barnasögur fyrir fullorðna, þar sem sagnaarfur barnabókmenntanna er skoðaður í ljósi hins flókna nútíma.

Úr Enn af kerskni og heimsósóma


Tíu fræknir feministar


Tíu fræknir feministar
fengu knúz og hlýju.
Einn þeirra varð alveg nöttz
og eftir voru níu.

Níu frekir feministar
fengust við að þrátta.
Einn þvældist í þungunarrof,
þeir þá hjörðu átta.

Átta fúlir feministar
formæltu Audda Blö.
Þó sagðist einn þola hann
og þá voru eftir sjö.

Sjö frakkir feministar,
ferlegustu hex,
ætluðu að æða í Jón Steinar
og eftir voru sex.

Sex ferskir feministar
fóru kvöldin dimm
lektor einn að angra,
uns eftir voru fimm.

Fimm skræktu feministar:
Feminisminn tórir!
Einn fann ónýtan tjaldhæl
og eftir voru fjórir.

Fjórir baldnir feministar
fýldu og yggldu brýr.
Einn þeirra varð krípí kríp,
þá kúrðu eftir þrír.

Þrír frómir feministar
fussuðu ei meir.
Einn þeirra fór á eftirlaun
og eftir voru tveir.

Af tveim fögrum feministum
fannst þeim annar sveinn.
Þessi kyn sitt þar fékk leiðrétt,
þá var bara einn.

Einn framagjarn femnisti
fjölgaði sér að nýju.
Er hann froðufelldi, urðu
feministar tíu.

(70-71)

 

Fleira eftir sama höfund

Frjálsar hendur: kennarahandbók

Lesa meira

Sandkorn úr stundaglasi eilífðarinnar

Lesa meira

Þægir strákar

Lesa meira

Þegar gestur fór

Lesa meira

Kver um kerskni og heimsósóma

Lesa meira

Blá nótt fram í rauða bítið

Lesa meira

Andsælis á auðnuhjólinu

Lesa meira

Eldurinn og andinn

Lesa meira

Greinilega kóngi að kenna

Lesa meira