Beint í efni

Norrænir guðir í nýju landi: íslensk heiðni og goðsögur

Norrænir guðir í nýju landi: íslensk heiðni og goðsögur
Höfundur
Böðvar Guðmundsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Fræðibækur

Ásamt Heimi Pálssyni.

Um bókina:

Landnámsmenn sem komu til Íslands á 9. og 10. Öld höfðu ekki aðeins með sér fólk og fénað þegar þeir settust hér að heldur líka ótal sögur, meðal annars af guðunum sem þeir trúðu á. Þessir guðir þurftu nú að standa sig í nýju landi þar sem aðstæður voru um margt gerólíkar fyrri heimkynnum. Sumir fengu nýtt hlutverk, aðrir týndust af því að ekkert var fyrir þá að gera.

Í þessari bók segir Heimir Pálsson bókmenntafræðingur frá heiðinni trú eins og hún var iðkuð og rekur örlög guðanna á Íslandi. Í seinni hluta bókarinnar endursegir Böðvar Guðmundsson rithöfundur allar norrænar goðsögur sem kunnar eru.

Úr bókinni:

Helgasti staður á jörðinni er undir asktrénu mikla, Yggdrasil. Þar halda guðirnir dómþing hvern dag. Laufgaðar greinar asksins dreifast yfir alla heimsbyggðina og gnæfa upp úr himninum. Tréð hefur þrjár miklar rætur er halda því uppréttu. Ein rótin er hjá guðunum, önnur hjá hrímþursunum þar sem áður var Ginnungagap og sú þriðja er yfir Niflheimi. Undir henni er brunnurinn Hvergelmir. Ormurinn Níðhöggur nagar rót trésins og með honum eru svo margir ormar að engin tunga nær að telja þá.

Undir rótinni í Ginnungagapi er Mímisbrunnur og í honum er öll speki og allt vit geymt. Hrímþursinn sem á brunninn heitir Mímir og hann erfullur af vísindum því hann drekkur vatnið úr brunninum úr drykkjarhorni sem hefur sama nafn og lúður Heimdallar, Gjallarhorn. Óðinn bað Mími um að fá að drekka einn sopa úr brunninum en Mímir leyfði honum það ekki fyrr en Óðinn gaf honum annað auga sitt, og liggur það nú í brunninum.

Sú rót Yggdrasils sem guðirnir gæta er á himnum og undir henni er ginnhelgur brunnur sem heitir Urðarbrunnur. Þangað ríða guðirnir frá Ásgarði um Bifröst á hverjum degi til dóma nema Þór. Sleipnir heitir hestur Óðins og er áttfættur, aðrir hestar heita Glaður, Gyllir, Glenur, Skeiðbrimir, Silfrintoppur, Sinir, Gils, Falhófnir, Gulltoppur og Léttfeti. Þór á engan hest og verður að ganga og vaða yfir ár sem heita Körmt, Örmt og Kerlaug.

(127-8)

Fleira eftir sama höfund

Edgar Sawtelle

Lesa meira

Reiði Múlgarata

Lesa meira

Tréð í járnskóginum

Lesa meira

Norður og niður

Lesa meira

Kalli og sælgætisgerðin

Lesa meira

Og sagði ekki eitt einasta orð

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Risavandi

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira