Beint í efni

Edgar Sawtelle

Edgar Sawtelle
Höfundur
Böðvar Guðmundsson
Útgefandi
Tindur
Staður
Akureyri
Ár
2011
Flokkur
Skáldsögur

Böðvar Guðmundsson þýddi. Edgar Sawtelle var valin ein af bestu bókum ársins 2008 á www.amazon.com

Af bókarkápu:

Fáar bækur haf hlotið jafn einróma lof gagnrýnenda sem og lesenda og bókin Edgar Sawtelle þegar hún kom út árið 2008. Gagnrýnendur hlóðu hana lofi og sögðu hana einstakt meistaraverk. En það var ekki fyrr en Oprah Winfrey tók bókina upp á sína arma, valdi hana sem bók mánaðarins í bókaklúbbnum sínum, að salan tók gríðarlegan kipp. Bókin sat á metsölulistum (m.a. The New York Times) næstu fjórtán mánuði.

Edgar, 14 ára mállaus drengur, elst upp á býli þar sem hundar eru ræktaðir. Samband hans við föður og móður er náið, en allt breytist þegar Claude, föðurbróðir hans, kemur á býlið. Faðir drengsins deyr skömmu síðar og Edgar veit hver á sökina. Hann stingur af inn í skóg með hundana sína. Þegar síðast sást til hans í nánd við bæinn Mellen var hann klæddur bláum gallabuxum, í strigaskóm og í rauð- og brúnköflóttri stuttermaskyrtu. En Edgar getur ekki gleymt æskuheimilinu, hann óttast um móður sína og snýr heim til að mæta morðingja föður síns.

Úr Edgar Sawtelle:

Það barst ómur af samtali þeirra gegnum rúðuna en það var ekki unnt að greina orðaskil. Eftir nokkrar mínútur setti mamma hans bollann á borðið og fór inn á baðherbergið. Claude sat og horfði á sólargeislana teygja sig upp engið. Þokuhnoðrar byrtust og gufuðu upp í morgunhlýjunni. Spörvaflokkur lenti á fóðurbrettinu við húshornið, þeir rifust og slógust og reyndu að ýta hver öðrum frá og voru svo nærri að Edgar hefði getað gripið einhvern þeirra.

Edgar lá kyrr á greininni og horfði á það sem gerðist. Claude var grennri en pabbi hans hafði verið og þó hann væri yngri og ekki lotinn af bóklestri eins og pabbi hans var þá var hár hans grásprengt. Hann sat í stól pabba hans og setti stút á varirnar og saup á kaffibollanum.
Edgar hafði óttast að þau færu að kyssast.

Almondína kom til Claude og lyfti trýninu og Claude klappaði henni á kollinn. Mamma hans kom út af baðherberginu með hárið vafið í hnút. Skærhvítt ljósið úr baðherberginu féll á eldhúsborðið. Claude reis á fætur og fór yfir að vasknum og skoðaði kaffibollan sinn og leit loks út um gluggann.

Kannski var hann ekki viss í fyrstu hvað það var sem hann sá. Hann lét augun hvarfla fram og aftur um tréð. Edgar hafið tíma til að velta því fyrir sér hvort laufið væri nóg til að hann sæist ekki, - það var ólíklegt og Edgar stóð líka á sama. Claude neri bollannn með uppþvottaklútnum og tók viskustykki til að þurrka af honum. En eitthvað hlýtur samt að hafa vakið athygli hans því næst þegar hann leit upp horfði hann beint í augun á Edgar. Hann hryllti sig og hörfaði frá vaskinum.

(s. 260). 

Fleira eftir sama höfund

Reiði Múlgarata

Lesa meira

Tréð í járnskóginum

Lesa meira

Norður og niður

Lesa meira

Kalli og sælgætisgerðin

Lesa meira

Og sagði ekki eitt einasta orð

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Risavandi

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Töfrahöllin

Lesa meira