Beint í efni

Kalli og sælgætisgerðin

Kalli og sælgætisgerðin
Höfundur
Böðvar Guðmundsson
Útgefandi
Svart á hvítu
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Barnabækur

Roald Dahl: Charlie and the Chocolate Factory.

Úr Kalla og sælgætisgerðinni:

 Aðeins einu sinni á ári, á afmælisdaginn sinn, fékk Kalli að smakka súkkulaði. Fjölskyldan sparaði saman aura fyrir þetta sérstaka tilfelli, og þegar sá mikli dagur kom, þá var Kalla alltaf gefið lítið súkkulaðistykki sem hann mátti borða einn. Og í hvert sinn sem hann fékk það, þennan undraverða afmælisdagsmorgun, þá setti hann það í lítinn tréstokk sem hann átti og gætti þess eins og það væri úr skíragulli, og næstu daga leyfði hann sér aðeins að horfa á það en snerti það ekki. Að lokum gat hann ekki lengur staðist mátið, hann reif upp lítið horn af umbúðapappírnum svo hann rétt sá í súkkulaðið og svo beit hann smábita - rétt nógu stóran til þess að dásamlegt súkkulaðibragðið breiddist út um tunguna. Daginn eftir fékk hann sér svo annan örlítinn bita, og svona hélt það áfram. Á þennan hátt gat Kalli látið tíukrónusúkkulaðistykki sem hann fékk á afmælinu sínu endast í meira en mánuð.

(s. 13)

 Aðeins einu sinni á ári, á afmælisdaginn sinn, fékk Kalli að smakka súkkulaði. Fjölskyldan sparaði saman aura fyrir þetta sérstaka tilfelli, og þegar sá mikli dagur kom, þá var Kalla alltaf gefið lítið súkkulaðistykki sem hann mátti borða einn. Og í hvert sinn sem hann fékk það, þennan undraverða afmælisdagsmorgun, þá setti hann það í lítinn tréstokk sem hann átti og gætti þess eins og það væri úr skíragulli, og næstu daga leyfði hann sér aðeins að horfa á það en snerti það ekki. Að lokum gat hann ekki lengur staðist mátið, hann reif upp lítið horn af umbúðapappírnum svo hann rétt sá í súkkulaðið og svo beit hann smábita - rétt nógu stóran til þess að dásamlegt súkkulaðibragðið breiddist út um tunguna. Daginn eftir fékk hann sér svo annan örlítinn bita, og svona hélt það áfram. Á þennan hátt gat Kalli látið tíukrónusúkkulaðistykki sem hann fékk á afmælinu sínu endast í meira en mánuð.

(s. 13)

 Aðeins einu sinni á ári, á afmælisdaginn sinn, fékk Kalli að smakka súkkulaði. Fjölskyldan sparaði saman aura fyrir þetta sérstaka tilfelli, og þegar sá mikli dagur kom, þá var Kalla alltaf gefið lítið súkkulaðistykki sem hann mátti borða einn. Og í hvert sinn sem hann fékk það, þennan undraverða afmælisdagsmorgun, þá setti hann það í lítinn tréstokk sem hann átti og gætti þess eins og það væri úr skíragulli, og næstu daga leyfði hann sér aðeins að horfa á það en snerti það ekki. Að lokum gat hann ekki lengur staðist mátið, hann reif upp lítið horn af umbúðapappírnum svo hann rétt sá í súkkulaðið og svo beit hann smábita - rétt nógu stóran til þess að dásamlegt súkkulaðibragðið breiddist út um tunguna. Daginn eftir fékk hann sér svo annan örlítinn bita, og svona hélt það áfram. Á þennan hátt gat Kalli látið tíukrónusúkkulaðistykki sem hann fékk á afmælinu sínu endast í meira en mánuð.

(s. 13)

Fleira eftir sama höfund

Edgar Sawtelle

Lesa meira

Reiði Múlgarata

Lesa meira

Tréð í járnskóginum

Lesa meira

Norður og niður

Lesa meira

Og sagði ekki eitt einasta orð

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Risavandi

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Töfrahöllin

Lesa meira