Beint í efni

Blindur hestur

Blindur hestur
Höfundur
Eiríkur Guðmundsson
Útgefandi
Kind
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Ljóð

Kom út í 3. tbl. tímaritsins 1005.

Úr bókinni:

Hlutföll
Handa Vladimir Nabokov

Ég á svarthvíta ljósmynd af rithöfundi. Hann er með hátt enni og situr í djúpum stól. Fyrir framan hann, og í forgrunni myndarinnar, er opin orðabók. Höfundurinn hallar undir flatt. Hann er í hvítri skyrtu og eins og það eigi að fara að ferma hann, eftir tvo eða þrjá tíma, hann um sextugt. Orðabókin er stærri en höfundurinn. Höfundurinn kemst fyrir inni í orðabókinni. Það er hægt að fletta honum upp. Það er kvöld. Heimurinn er fyrir utan gluggann. Ég virði myndina fyrir mér. Hún er stærri en ég.

Fleira eftir sama höfund

Tilbrigði við Tígrisdýr eftir Frans Kafka

Lesa meira

Fáein orð um fjórar skemmdar sítrónur, segulbandsspólur og svefnlausar nætur

Lesa meira

Saga Bræðraborgarstígsins / símskeyti

Lesa meira

Hér og nú 1999: Ísbjörn í morgunsárið

Lesa meira

Innkaupaferð, úlfur og vindlakassi

Lesa meira

39 þrep á leið til glötunar

Lesa meira

Engill tímans: til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson

Lesa meira

Skáld um skáld

Lesa meira