Æviágrip
Eiríkur Guðmundsson er fæddur þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og loks M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1995. Eiríkur hefur lengst af starfað við dagskrárgerð á sviði menningar hjá Rás 1 Ríkisútvarpsins.
Fyrsta skáldsaga Eiríks, 39 þrep á leið til glötunar, kom út árið 2004. Síðan hefur hann sent frá sér fleiri bækur, m.a. skáldsöguna 1983 sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013. Árið 2008 kom út bók Eiríks um skáldskap Steinars Sigurjónssonar, Nóttin samin í svefni og vöku, en Eiríkur ritstýrði endurútgáfu heildarverka Steinars þetta sama ár. Þá hefur Eiríkur skrifað fjölda ritdóma, tímaritsgreina og útvarpspistla um bókmenntir, menningu og samfélag.
Greinar
Um einstök verk
1983
Gunnþórunn Guðmundsdóttir: „„Illa skilgreind lambúshetta á ferð““
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Kormákur Bragason: „Bókmenntaspjall : Kormákur Bragason fjallar um bækur“ (ritdómur)
Stína 2014, 9. árg., 1. tbl. bls. 162-7.
Sýrópsmáninn
Dagur Hjartarson: „Getur skáldskapur breytt veðri?“ (ritdómur)
Spássían 2010, 1. árg. (vetur), bls. 45.
Sigurður Ólafsson: „Hugmyndir fyrir lokaverkefni“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér.
Soffía Auður Birgisdóttir: „Að grafa leynigöng milli veruleika og drauma“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 2012, 73. árg,. 1. tbl. bls. 133-6.
Undir himninum
Dagný Kristjánsdóttir: „Hver er hvað og hvað er hver og hver er ekki hvað?“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar, 68. árg., 4 tbl. 2007, s. 106-109.
Ingi Björn Guðnason: „Undir himninum“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér.
Greinar og viðtöl við Eirík Guðmundsson auk ritdóma um bækur hans, hafa einnig birst í dagblöðum. Sjá til dæmis Gagnasafn Morgunblaðsins.
Verðlaun
Verðlaun
2010 – Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins.
Tilnefningar
2013 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: 1983
2010 – Menningarverðlaun DV: Sýrópsmáninn
Ritgerð mín um sársaukann
Lesa meiraBlindur hestur
Lesa meiraÁform
Lesa meira1983
Lesa meiraSýrópsmáninn
Lesa meiraNóttin samin í svefni og vöku
Lesa meiraRitsafn Steinars Sigurjónssonar
Lesa meiraNóttin samin í svefni og vöku
Lesa meiraUndir himninum
Lesa meira