Beint í efni

Innkaupaferð, úlfur og vindlakassi

Innkaupaferð, úlfur og vindlakassi
Höfundur
Eiríkur Guðmundsson
Útgefandi
Omnibus
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Ritstjórn / Umsjón útgáfu

Verðlaunasögur úr smásagnasamkeppni SHÍ. Eiríkur Guðmundsson var umsjónarmaður keppninnar og ritar inngang.

Úr inngangi:

Veturinn 1991-1992 stóð Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir smásagnasamkeppni þar sem þátttökurétt höfðu allir nemendur skólans. Alls bárust 59 sögur og hér birtast þær 11 sögur sem dómnefnd kaus að verðlauna. Þar á meðal er vinningssagan, „Innkaupaferð“, eftir Kristján B. Jónasson.

Eins og gefur að skilja eru sögurnar ólíkar bæði hvað varðar stíl og efni. Einn höfundur skrifar tilbrigði við alþekkt ævintýri, annar lætur dægurlag hljóma gegnum söguna, sá þriðji man eftir skáldi sem hugsaði mikið um dauðann. Raunar má segja að dauðinn sé nálægur í flestum sögunum. Þannig er maðurinn með ljáoinn á ferli uppá Landakotshæðinni í „Frásögu Kristjáns Jónssonar“; í „Lífsbroti“ er fugl, sem syngur ekki framar, jarðsunginn í vindlakassa og Daniel Santos finnst niðurdrepandi að liggja í líkhúsi með merkisspjald á tánni. Dauðinn er þannig með ýmsu móti eins og vera ber.

„Innkaupaferð“ er öðru fremur veisla fyrir augað, hún er helgidómur hins sýnilega. Hver lýsingin rekur aðra, smáatriðin hrannast upp og mynda umgjörð þessarar undarlegu innkaupaferðar. Sagan er upfull af eftirvæntingu og dulúð: eftirtekt. Að baki býr svo óhuganður sem opinberast ekki fyrr en í lok sögunnar.

Fleira eftir sama höfund

Tilbrigði við Tígrisdýr eftir Frans Kafka

Lesa meira

Fáein orð um fjórar skemmdar sítrónur, segulbandsspólur og svefnlausar nætur

Lesa meira

Saga Bræðraborgarstígsins / símskeyti

Lesa meira

Hér og nú 1999: Ísbjörn í morgunsárið

Lesa meira

39 þrep á leið til glötunar

Lesa meira

Engill tímans: til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson

Lesa meira

Skáld um skáld

Lesa meira

Magnús Ólafsson

Lesa meira