Beint í efni

Engill tímans: til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson

Engill tímans: til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson
Höfundur
Eiríkur Guðmundsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Ritstjórn / Umsjón útgáfu

Eiríkur Guðmundsson ritstýrði ásamt Þresti Helgasyni.

Úr bókinni:

Einu sinni átti ég í reglulegum samskiptum við fréttamann nokkurn, við vorum kollegar um tíma, sem æsti sig jafnan mjög yfir framferði íslenskra sósíalista og fannst að í því þyrfti margt að afhjúpa. Hann taldi að ég væri ákaflega linur við afhjúpanir, enda sjálfsagt kommúnisti sjálfur. Þessi maður var fullviss um að tiltekinn einstaklingur, vel þekktur úr bæjarlífinu væri í raun, eða hefði að minnsta kosti verið, njósnari fyrir KGB. Þetta var athyglisverð tilgáta en fjarstæðukennd við fyrstu sýn. Hins vegar tókst honum að færa svo góð rök fyrir þessari skoðun sinni, og það heyrði ég hann gera í tvígang, ofurlítið skrækróma og rauðan í andliti, yfir viskíglasi á bar, að ég er ekki frá því að ég hafi verið farinn að telja tilgátuna mögulega, jafnvel sennilega.

(163)

Fleira eftir sama höfund

Tilbrigði við Tígrisdýr eftir Frans Kafka

Lesa meira

Fáein orð um fjórar skemmdar sítrónur, segulbandsspólur og svefnlausar nætur

Lesa meira

Saga Bræðraborgarstígsins / símskeyti

Lesa meira

Hér og nú 1999: Ísbjörn í morgunsárið

Lesa meira

Innkaupaferð, úlfur og vindlakassi

Lesa meira

39 þrep á leið til glötunar

Lesa meira

Skáld um skáld

Lesa meira

Magnús Ólafsson

Lesa meira