Beint í efni

Minningar elds

Minningar elds
Höfundur
Kristján Kristjánsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Skáldsögur

Úr Minningum elds:

Þegar hann hellti í bollann hennar spurði hann um Orra. Hann lækkaði ósjálfrátt róminn. Hún hlaut að hafa vitað að hann myndi spyrja um hann en það var eins og henni brygði, kátínan þurrkaðist burt úr svip hennar og hún hallaði sér að borðinu og hváði.
- Ég spurði bara hvað yrði nú um Orra.
- Orra? Hvað með hann?
- Ég meina, hvernig verður þetta núna? Ég veit að móðursystir þín, María, mamma hans Orra, er dáin. Ég rakst á minningargrein um hana fyrir nokkrum árum. Það var ekkert minnst á Orra, nema að hann væri sonur hennar. Ég man ég fór að velta því fyrri mér, ég vissi að hann gæti trúlegast ekki séð um sig sjálfur, svona eins og hann var ... En þá mundi ég eftir því sem hann sagði mér einhvern tíma þetta sumar, að hann ætti að vera hjá ykkur inn á Akureyri, ef eitthvað kæmi fyrir mömmu hans. Ég var bara að velta því fyrir mér hvað myndi gerast nú þegar móðir þín ...?
Það var ekki að undra þótt hún yrði forvið. Hún horfði á hann eins og hann væri afturgenginn!
- Ég skil ekki hvernig í ósköpunum ...? Þú vissir hvað kom fyrir hann er það ekki?
Hún horfði fast og rannsakandi á hann en hann var alveg tómur.
- Nei, auðvitað ekki, hvernig læt ég. Þú fórst strax daginn eftir að hann slasaðist þarna þegar hann kveikti í bragganum. Það var ekki fyrr en seinna sem það kom í ljós að hann ... þú veist þá ekki neitt?
Það var það versta: Að vita ekki neitt.

(s. 85-86)

Fleira eftir sama höfund

Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Fjórða hæðin

Lesa meira

Ár bréfberans

Lesa meira

Dagskrá kvöldsins

Lesa meira

Svartlist: ljóð og mynd

Lesa meira

Vistarverur

Lesa meira

Yfir dauðans haf

Lesa meira

Hlutskipti

Lesa meira