Beint í efni

Steinar Bragi

Æviágrip

Steinar Bragi Guðmundsson fæddist 15. ágúst 1975 í Reykjavík. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og stundaði síðan nám í almennri bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands en lauk ekki prófi. Fyrsta útgefna bók hans var ljóðabókin Svarthol sem kom út 1998. Síðan hefur hann sent frá sér fleiri ljóðabækur og skáldsögur, sú fyrsta var Turninn (2000) og fleiri hafa svo fylgt í kjölfarið. Hann er eitt þeirra skálda sem eiga bók í ritröðinni Norrænar bókmenntir sem Nýhil gaf út 2005 og 2006. Skáldsagan Konur (2008) hlaut mikið lof gagnrýnenda og kom hún út bæði hjá Nýhil og Máli og menningu (kiljuútgáfa). Hún hefur einnig verið útgefin á frönsku, sænsku, dönsku, pólsku og þýsku. Þá hefur skáldsagan Hálendið (2011) komið út í franskri og sænskri þýðingu.

Steinar Bragi hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Hann hlaut Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fyrir Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins (2007). Árið 2008 hlaut hann Menningarverðlaun DV og tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Konur og svo var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir smásagnasafn sitt Allt fer árið 2016.

Forlag: Nýhil og Mál og menning / Forlagið.