Beint í efni

Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana

Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana
Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson
Útgefandi
Sögur
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Barnabækur

Úr bókinni:

Til að byrja með þótti mér erfitt að vera undir stöðugu eftirliti. Þetta er svipað og að halda heimili með CIA og KGB. Húsið okkar er á þremur hæðum með mörgum herbergjum. Engumáli skipti í hvaða herbergi eða á hvaða hæð ég flúði, Ugla og Fóa fundu mig strax, smeygðu sér inn í herbergið, renndu sér á bak við stól eða undir sófa, létu lítið fyrir ´ser fara tila ð byrja með, en svo skyndilega stungu þær fram kollunum, smelltu á mig brosum, dilluðu rófunum, og áður en við var litið höfðu þær svo hlunkað sér niður alveg við tærnar á mér.

- Af hverju eltiði mig um húsið? spurði ég.

- Við erum ekki að elta þig.

- Víst eltiði mig.

- Okkur þykir bara svo gott að vera í sama herbergi og þú.

- Er ég þá svona skemmtilegur?

- Nei, ekki beint, en það er enginn annar heima.

- Er ég það skásta sem býðst?

- Þú ert alveg ágætur, sérstaklega þegar þú ferð með okkur í göngutúr.

- Ég er sem sagt nothæfur í gönguferðir?

- Það er líka gott þegar þú sýður ýsu!

- Ekki orð um ýsuna við Gullu! Það kostar tvöþúsundkall kílóið af ýsunni.

- Nei, nei, við kjöftum ekki frá. Ýsan er rosalega góð!

(18-9)

Fleira eftir sama höfund

Rost (Autowerkstatt Baddi)

Lesa meira

Gauragangur

Lesa meira

Das Meer

Lesa meira

Victoria und Georg

Lesa meira

Skýjaglópur skrifar bréf

Lesa meira

Brestur

Lesa meira

Blómarósir

Lesa meira

Boðorðin 9 : hjónabandssaga á augabragði

Lesa meira

Fólkið í blokkinni

Lesa meira