Beint í efni

Boðorðin 9 : hjónabandssaga á augabragði

Boðorðin 9 : hjónabandssaga á augabragði
Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson
Útgefandi
Leikfélag Reykjavíkur
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Leikrit

Úr Boðorðunum 9:

GUNNAR: Birna segir að hann hafi svokallað ímyndunarafl, er ekki hægt að nota það við auglýsingagerð?
RAGNAR: Markmið okkar er að þjóna viðskiptavinum, ekki að skapa ódauðleg listaverk.
ÁSA: Það væri voða gaman að fá Andra í liðið.
BIRNA: Andri getur gert allt sem hann vill. Ef hann hefur áhuga á einhverju, þá gerir hann það vel. Og ég veit að hann getur alveg fengið áhuga á markaðsmálum.
VALLI: Mér finnst að þú eigir að halda áfram að mála. Ekki gefast upp! Láttu ekki ginna þig! Þú átt að halda áfram að mála.
BIRNA: Er einhver að tala um annað? Hann er bara að reyna eitthvað nýtt. Víkka út sitt svið.
GUNNAR: Auglýsingar eru list út af fyrir sig.
ÁSA: Það er rosalega mikið að gerast í auglýsingum. Allir frægustu kvikmyndagerðamenn heims hafa byrjað í auglýsingum.
GUNNAR: Auglýsingabransinn er fyrir hörkutól.
AGNAR: Menn þurfa að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Það minna margir listamenn hjá okkur. Þeir vígfimustu.
ÁSA: Þetta er ofboðslega graður bransi. Alilr á tánum.
AGNAR: Auglýsingar eru verkfæri til veiða: þær eru spjót, ífærur, gaddakylfur, kúluskot og haglaskot, en líka net, gildrur, snörur, og jafnvel eitur.
ANDRI: Auðvitað er ég ekkert of góður til þess að vinna í auglýsingum - tímabundið - á meðan við erum að kaupa húsið.
AGNAR: Fjárhagslegt öryggi spillir ekki hamingjunni. Svo mikið er víst.
VALLI: Þú ert að ganga í snöruna, félagi.
ANDRI: Ég segi aldrei skilið við listina, Valli. Þetta verður bara tímabundið.
BIRNA: Það er ekki eins og þú sért að snúa baki við veröldinni.
AGNAR: Þvert á móti, þú munt umvefja veröldina, þú munt stinga þér á bólakaf í veröldina.
LAUFEY: Þú færð ekki betri kennara í veraldarfræðum. Gullgerðarmaðurinn Agnar. Þetta er hans veröld. Þú munt komast að því.

(85-6)

Fleira eftir sama höfund

Rost (Autowerkstatt Baddi)

Lesa meira

Gauragangur

Lesa meira

Das Meer

Lesa meira

Victoria und Georg

Lesa meira

Skýjaglópur skrifar bréf

Lesa meira

Brestur

Lesa meira

Blómarósir

Lesa meira

Fólkið í blokkinni

Lesa meira