Beint í efni

Kjöt

Kjöt
Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson
Útgefandi
Menningarsjóður
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Leikrit

Frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1990. Gefið út á bók af Menningarsjóði 1990.

Úr Kjöti:

MATTI (kemur aftur inn): Ég átti að ná í eitt stykki skrokk (skynjar að eitthvað er á seyði). Skrokkarnir eru í frystinum, sagði Bergþór.
(Alli bendir á dyrnar á frystiklefanum).
MALLA: Frystiklefinn. Verslunarstjórinn bendir á frystiklefann.
(Salvör kveikir á útvarpinu. Lágvær íslensk músík annó 1963).
MATTI: Eru skrokkarnir þarna inni?
MALLA: Sumir. Þessir gaddfreðnu.
ALLI (snýst á hæli, gengur uppí íbúðina).
MATTI: Hvað gengur að honum?
SALVÖR: Hugsaðu um það sem þú átt að gera væni minn.
MATTI: (opnar frystiklefann): Hvílíkt heimskautafrost! (Öskrar). Scott, Amundsen, hvar eruð þið fíflin ykkar, Matti er kominn ykkur til bjargar! Matti, hetja norðursins með þrjátíu sýngjandi sleðahunda!
SALVÖR: Dettur þér aldrei í hug að reyna að hafa örlítið taumhald á túngu þinni Magdalena?
MALLA: Hann fer bara í taugarnar á mér. Trúirðu því? Hann lángar tilað berja mig, en kannski lángar mig líka tilað berja smá líf í skrokkin á honum.
SALVÖR: Ég efast um að það sé á þínu valdi. (Matti birtist með frosinn skrokk):
MATTI: Matti barðist við óðan ísbjörn í frystiklefanum! Ísbjörninn reyndi að ná gaddfreðnu líki heimskautafarans af Matta! En Matti lagði algebrudæmi fyrir ísbjörninn sem þegar í stað fraus í hel af skelfíngu! (Matti kemur út með kindarskrokk; heyrir Bítlana í útvarpinu; byrjar að dansa við skrokkinn; lætur Salvöru síðan taka við skrokknum, hækkar í útvarpi, tvistar við Möllu). We shake it, shake it, shake it baby now, twist and shout, twist and shout!

(s. 35-36)

Fleira eftir sama höfund

Rost (Autowerkstatt Baddi)

Lesa meira

Gauragangur

Lesa meira

Das Meer

Lesa meira

Victoria und Georg

Lesa meira

Skýjaglópur skrifar bréf

Lesa meira

Brestur

Lesa meira

Blómarósir

Lesa meira

Boðorðin 9 : hjónabandssaga á augabragði

Lesa meira

Fólkið í blokkinni

Lesa meira