Beint í efni

Skýjaglópur skrifar bréf

Skýjaglópur skrifar bréf
Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson
Útgefandi
Skrudda
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Skáldsögur


Um bókina:



Ungur maður heldur til útlanda í leit að sjálfum sér og tekur upp á því að skrifa vini sínum bréf um það sem á daga hans drífur. Á óborganlegan hátt lýsir höfundur fólki, umhverfi og tíðaranda í Danmörku, Þýska alþýðulýðveldinu, Frakklandi, Mexíkó, á Ítalíu og á Íslandi.



Sjálfstætt framhald Flugu á vegg og Fuglalífs á Framnesvegi.



Úr Skýjaglópur skrifar bréf:



Fréttir af Íslandi eru einstaklega spennandi um þessar mundir.



Hér er það helsta:



Brennuvargur hélt vöku fyrir timburhúsaeigendum, en kveikti þó ekki í húsum heldur í öskutunnum. Sú hugmynd kom fram í borgarstjórn að bjóða manninum launað starf á sorphaugum borgarinnar. Þar fengi hann verðugt viðfangsefni: að eyða sorpi borgarinnar með eldi. Good thinking Watson!



Bændur hækkuðu verð á kjöti „alveg kaldir“ eins og sagði í málgagni Framsóknarflokksins, Tímanum. Lömbin sem sumarlangt ganga á landinu „okkar“ og éta grösin „okkar“ hækkuðu í verði á meðan landið „okkar“ fauk í sjóinn vegna ofbeitar. Og bændur eru alveg „kaldir“.



Rússneskur kafbátur birtist skyndilega fyrir utan Keflavíkurhöfn. Áhöfnin veifaði Íslendingum sem stóðu á bryggjunni og amerískum flugmönnum sem sveimuðu yfir. Rússarnir tóku ljósmyndir af skipherranum á aðvífandi varðskipi Landhelgisgæslunnar. Grunur leikur á að Rússarnir hafi verið sendir hingað til þess að stela sniðinu á einkennisbúningi íslenska skipherrans. Rússarnir hurfu aftur í djúpið, líklega búnir með filmuna í vélinni.



Helmingur af öllu sauðfé á Norðurlandi varð úti í snöggu veðuráhlaupi. Bændur heimta bætur. Bændur vilja alltaf peninga þegar þeim tekst að týna hrossum eða drepa sauðféð með trassaskap.



Þjófur var gripinn á inniskóm fyrir utan Hannyrðaverslun Guðrúnar á Vesturgötu. Náunginn hafði látið greipar sópa um útsaum og blúndur. Njörður P. Snæhólm rannsóknarlögreglumaður segir þjófinn greinilega listfengan af því að hann hafi einkum lagt sig eftir krosssaumi og ekta kínverskum blúndum þrátt fyrir að vera mikið ölvaður.



Nú-kynslóðar-félagar héldu skáldavöku í Tjarnarbæ fyrir fullu húsi. Silfurhesturinn las úr verkum sínum við góðar undirtektir, en minni spámenn gerðu sig líka vel. Ánægja með samkunduna. Nú-kynslóð græddist fé eða um 5000 krónur á uppistandinu. Ágætt partý á eftir hjá Sigurði A. í Mosó. Meðal skemmtiatriða: ónafngreindur hommi fór úr buxunum og dansaði á stofuborðinu með tólin í höndunum. Órækt merki um stílsnilld mannsins.



(84-5)


Fleira eftir sama höfund

Rost (Autowerkstatt Baddi)

Lesa meira

Gauragangur

Lesa meira

Das Meer

Lesa meira

Victoria und Georg

Lesa meira

Brestur

Lesa meira

Blómarósir

Lesa meira

Boðorðin 9 : hjónabandssaga á augabragði

Lesa meira

Fólkið í blokkinni

Lesa meira