Beint í efni

Tilvistarheppni

Tilvistarheppni
Höfundur
Margrét Lóa Jónsdóttir
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Ljóð

Úr Tilvistarheppni:

Draumey

[brot]

Draumey fær ekki sofið um nætur
- Ég hugsa, segir Draumey,
um mennina og heiminn,
menninguna og listina
Skrifa
jafn hratt
og þú nemur þessi orð
Skrifa
með blóði mínu

í senn ófyrirleitin
og hógvær.

...

- Heldurðu að ég viti ekki?
hrópar Draumey:
Hér verður ekkert sagt
þó ég hafi látið húðflúra
nafnið Pegasus
á mína hægri hönd.

- Hér verður ekkert sagt.

...

VIÐ SEM HÖFUM SÆTT OKKUR
VIÐ SUNDURLIMAÐA LÍKAMA

VIÐ SEM NEITUM AÐ RÓAST OG ÞROSKAST
MEÐ ÁRUNUM

VIÐ SEM FÁUM EKKI SOFIÐ
UM NÆTUR

VIÐ SEM EFUMST UM ALLT

VIÐ SEM ELSKUM
OG ERUM ÞESSVEGNA Á LÍFI!

- Ég er skáldið í sérhverri veru,
segir Draumey,
- Taktu í hönd mína
og komdu auga á snilld mína.


 

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Glerúlfar

Lesa meira

Laufskálafuglinn

Lesa meira

Tímasetningar

Lesa meira

Ljóðaást

Lesa meira

Frostið ínni í hauskúpunni

Lesa meira

Biðröðin framundan

Lesa meira

Orðafar

Lesa meira

Hljómorð

Lesa meira