Beint í efni

Þar sem hjartað slær

Þar sem hjartað slær
Höfundur
Birgitta Halldórsdóttir
Útgefandi
Óskráð
Staður
Ár
2010
Flokkur
Skáldsögur

Úr Þar sem hjartað slær

Áætlunarbíllinn mjakaðist áfram. Hann var nú kominn upp á miðja Holtavörðuheiði. Ferðin gekk seint en miðaði þó. Það var bjart veður og sólin skein inn um gluggana; ekki amalegt ferðaveður.
Álfheiður sat við glugga og starði út. Hún var ekki sérlega glöð í sinni, þó sólin skini og útsýnið væri eins og best verður á kosið. Hún var að fara burt frá móður sinni og ungu stúlkunni fannst að allir framtíðardraumarnir væru brostnir. Hún hafði óskað þess svo heitt og innilega að hún fengi einhverja góða atvinnu svo að hún gæti hjálpað móður sinni. Hana langaði svo til þess að endurgjalda henni allt erfiðið sem hún hafði lagt á sig. Blessunin hún mamma hennar, þarna hafði hún slitið sér út til þess að einkadóttirin kæmist í kvennaskóla. Það voru fáar efnaminni stúlkur sem fengu nokkra menntun. Það var víst ekki hægt að segja að þær mæðgur hefðu úr miklu að moða. En móðirin, Erla, hafði þó séð þann draum rætast að koma dótturinni í kvennaskóla. En hvað gagnaðist það ef enga vinnu var að fá? Álfheiður, eða Heiða eins og hún var kölluð, hafði svo sannarlega reynt. Þegar hún var búin að reyna allt hvað hún gat að komast í vist og ekkert gekk, þá datt henni í hug að leita fyrir sér með afgreiðslustörf. Það gekk ekkiheldur, engan vantaði stúlku til slíkra starfa. Eftir þessi vonbrigði reyndi Heiða fyrir sér í fiski, en það var enginn sem vildi nýta krafta hennar þar. Grátlegt en satt, hún fékk ekki vinnu í Reykjavík.
Heiðu fannst hún gjörsamlega gagnslaus. Þá hafði móður hennar dottið í hug það snjallræði að alieta til frænku sinnar á Hóli í Árdalshreppi, og athuga hvort hana vantaði ekki kaupakonu. Já, frænkan vildi fá hana, kaupið var lágt hjá kaupakonum í sveit, en þetta var það eina sem bauðst. Vesalings stúlkan var afar vonsvikin. Hóll var óravegu frá Reykjavík og hana langaði ekki til að yfirgefa móður sína. En Erla hafði hughreyst hana. Sagði að Ásta og Þorsteinn væru vænstu hjón og að þetta væri nú bara eitt stutt sumar. Ef til vill yrði auðveldara að fá vinnu í Reykjavík með haustinu.

(bls. 15)

Fleira eftir sama höfund

Dagar hefndarinnar

Lesa meira

Játning

Lesa meira

Ofsótt

Lesa meira

Klækir kamelljónsins

Lesa meira

Nótt á Mánaslóð

Lesa meira

Við eigum valið ef við viljum: saga Guðrúnar Óladóttur reikimeistara

Lesa meira

Eftirleikur

Lesa meira

Renus í hjarta

Lesa meira

Andlit öfundar

Lesa meira