Beint í efni

Birgitta Halldórsdóttir

Æviágrip

Birgitta Hrönn Halldórsdóttir fæddist 20. júní 1959 að Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Birgitta ólst upp að Syðri-Löngumýri, gekk í Húnavallaskóla en fór síðan í Héraðsskólann að Laugarvatni og lauk landsprófi þaðan.  Fyrstu búskaparárin bjó hún með manni sínum að Leifsstöðum en síðar að Syðri-Löngumýri. 

Birgitta hefur skrifað skáldsögur og viðtalsbækur. Fyrsta skáldsaga hennar, Inga, kom úr árið 1983 og margar aðrar fylgdu í kjölfarið. Sögur hennar, sem eru blanda af spennu- og ástarsögum, hafa notið mikilla vinsælda lesenda.