Beint í efni

Nótt á Mánaslóð

Nótt á Mánaslóð
Höfundur
Birgitta Halldórsdóttir
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Skáldsögur

Úr Nótt á Mánaslóð:

 - Alma, að vera norn er mikil guðsgjöf. Við fáum hæfileika sem aðrir hafa ekki. Þessir hæfileikar eru ef til vill dálítið hliðstæðir hæfileikum barna regnbogans en örlög okkar eru önnur. Börn regnbogans eru þau sem eru getin í synd en sannri ást. Þau eru gædd miklum hæfileikum á andlegu sviði. Hitt kynið hrífst af þeim, þau hafa heitar hendur og sjá það sem öðrum er hulið. Þau geta ferðast um tímann en vegna þess að þau eru blanda regns og sólar eiga þau oft erfitt. Þau fá að kynnast erfiðleikum áður en þau höndla hamingjuna.
 - En börn mánans? spurði ég.
 - Börn mánans hafa alla hæfileika og getu til að verða hamingjusöm. Galdurinn er að láta aldrei neinn utan okkar raða vita hver við erum. Ef við gerum það fer illa, við verðum ofsótt, grýtt og brennd.
 Það fór hrollur um mig, en mamma virtist ekki taka eftir því.
 - Ef við höldum hæfileikum og visku leyndri getur ekkert grandað okkur. Það er okkar eigið gáleysi sem getur komið okkur í koll. Þetta þurfum við að glíma við alla okkar ævi og það getur verið erfitt. Hættast er okkur þegar tungl er fullt, en það er þó yndislegur tími. Við hittumst og ómum til mánans, fyllumst krafti og skiptumst á upplýsingum. Við megum aldrei láta neinn verða varan við fundi okkar. Við hittumst á afviknum stöðum og gleðjumst af hjarta. Það getur verið erfitt að halda leyndarmálum sínum fyrir sig. Við fáum upplýsingar um svo margt sem fólki almennt er hulið. Stundum vitum við að aðrir eru að gera rangt en við megum ekki grípa inn í, ekki ef við getum á einhvern hátt átt á hættu að uppljóstra leyndarmálum okkar. Þú manst eftir því þegar allir héldu að Bjössi væri dáinn. Það var ekki hægt að finna lífsmark með honum. Ég vissi að hann var á lífi en ég gat engum sagt það, ég gat ekki sýnt fram á það og þess vegna mátti ég ekki skipta mér af. En ég gat ekki látið sem ekkert væri þegar búið var að kviksetja barnið. Skilurðu mig, við verðum einnig að fylgja hjartanu. Ég bý til mixtúrur og smyrsl eftir ævafornum uppskriftum mánadísa. Ég segi öllum að ég fái þau frá Noregi, því að enginn má vita að þau eru fengin frá nornum. Þannig er lífið. Við eigum dýrmætan sjóð og sköpum okkar eigin hamingju. Við erum hér sem brautryðjendur en einnig til að læra þolinmæði held ég. Við getum ekki afneitað sérkennum okkar til lengdar, þau eru guðs gjafir þó að samferðarmenn okkar gætu aldrei skilið það. Við erum eins og svörtu börnin hennar Evu. Við búum á jörðinni en megum aðeins sýna okkar rétta eðli í leynum.

(s. 24-25)

Fleira eftir sama höfund

Dagar hefndarinnar

Lesa meira

Játning

Lesa meira

Ofsótt

Lesa meira

Klækir kamelljónsins

Lesa meira

Við eigum valið ef við viljum: saga Guðrúnar Óladóttur reikimeistara

Lesa meira

Eftirleikur

Lesa meira

Renus í hjarta

Lesa meira

Andlit öfundar

Lesa meira

Áttunda fórnarlambið

Lesa meira