Beint í efni

Prakkarakrakkar

Prakkarakrakkar
Höfundur
Helga Möller
Útgefandi
Fróði
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Barnabækur

„Þetta var eins og hálfgerð þraut og ímyndunarafl Lísu fór á flug. Nú var hún konungsdóttir sem varð að leysa ýmsar þrautir til að finna kött sem í raun var prins í álögum. Hún var ákveðin í að standa sig. Hún skyldi fá prinsinn.
„Hvað ert þú að vilja, stelpa?“
Lísu dauðbrá þegar reiðileg rödd rauf morgunkyrrðina. Um leið og hún snéri sér til að sjá hver kallaði, missti hún jafnvægið og datt niður af veggnum.
„Æææ.“ Lísa fann til í fætinum.
„Ertu meidd?“ Röddin var ekki alveg eins reiðileg.
Lísa litaðist um. Hver var að tala við hana?
Á svölum eins hússins stóð heldur ófrýnileg kona. Hún var í náttslopp, með rúllur í hárinu og alveg hræðilega græn í framan. Lísa rak upp stór augu. Hvernig stóð á þessum andlitslit? Annaðhvort var konunni svona flökurt eða þetta var einhvers konar krem. Lísa ákvað í skyndingu að konan væri í þykjustunni ógurlegur, grænn dreki.
„Ertu meidd, spurði ég,“ hvæsti drekinn og setti hendur á mjaðmir. Lísa brölti á fætur. Buxurnar hennar voru rifnar og það blæddi úr sári á öðru hnénu. Það var líka vont að stíga í fótinn.
„Jaaá.“ Lísa kveinkaði sér. „Það blæðir.“
„Ég skal koma.“ Drekinn snérist á hæli og hvarf inn um svaladyrnar.
„Nú þarf ég að berjast við drekann,“ hugsaði Lísa og teygði sig eftir kræklóttri grein sem lá undir einu trénu.“

(s. 27-28)

Fleira eftir sama höfund

Við enda regnbogans

Lesa meira

Puntrófur og pottormar

Lesa meira

Leiksystur og labbakútar

Lesa meira