Beint í efni

Leiksystur og labbakútar

Leiksystur og labbakútar
Höfundur
Helga Möller
Útgefandi
Fróði
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Barnabækur

„Nú var hún komin eins nálægt og hún þorði. Húfan hennar Millu flaut á vatninu. En hvar var Milla sjálf?
„Hjálp!“ Guði sé lof. Þarna skaut dökkum kollinum á Millu upp á yfirborðið. Hún veinaði og grét en sökk á ný.
Lísa stóð sem frosin. Hvernig átti hún að bera sig að? Nú voru góð ráð dýr.
Þá datt henni þjóðráð í hug. Hún leysti langan trefilinn af sér, lagðist á magann og þeytti öðrum enda trefilsins að vökinni. Sjálf hélt hún fast í hinn endann.
„Taktu í trefilinn, Milla!“ kallaði hún.
Millu hafði skotið upp aftur og nú braust hún um í vökinni. Hún teygði aðra höndina í átt að treflinum en náði honum ekki. Hún greip í ísinn á barmi vakarinnar. Hann gaf eftir og vökin stækkaði. Milla baðaði út handleggjunum. Hún hágrét.
Lísa dró trefilinn að sér, mjakaði sér ögn nær vökinni og þeytti treflinum svo aftur til Millu.
Í þetta sinn náði Milla í endann á treflinum. Lísa togaði en þetta gat hún ekki ein. Milla mjakaðist ekki upp úr vökinni. Hún var of þung fyrir Lísu.
„Hjálpiði mér,“ kallaði hún til strákanna sem voru komnir á fjóra fætur og skriðu í áttina til hennar. Palli hafði bæst í hópinn.
„Látið mig um þetta.“ Fullorðni maðurinn, sem var svo flinkur á skautum, hafði séð hvað gerðist og kom brunandi að. Hann skellti sér á magann og mjakaði sér að Lísu.“

(s. 72)

Fleira eftir sama höfund

Við enda regnbogans

Lesa meira

Puntrófur og pottormar

Lesa meira

Prakkarakrakkar

Lesa meira