Beint í efni

Hvar endar maður?

Hvar endar maður?
Höfundur
Jónas Þorbjarnarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð

Úr Hvar endar maður?:

Grótta

Áreiti frá kríunni

og konum að spóka sig en það er
allt öðruvísi, þær gera ekki árás

þótt komi reyndar mjög nálægt
er við mætumst

höggfæri satt að segja
en í mesta lagi gjóað til mín auga

ég bægi þeim frá með hendinni
kríunum, þær koma aftur

þær misskilja mig illilega
og hafa alltaf gert

í samanburði við kríur
virðast konurnar meinleysisgrey

en þeirra áreiti ristir samt ólíkt dýpra
og stafar ekki af misskilningi

 (s. 14)

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í 25 poètes islandais d'aujourd'hui

Lesa meira

Ljóð í Aurora: en presentation av 21 isländska poeter

Lesa meira

Hliðargötur – Sideroads

Lesa meira

Brot af staðreynd

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í Jón á Bægisá

Lesa meira

Tímabundið ástand

Lesa meira

Ljóð í Zoland poetry

Lesa meira