Beint í efni

Brot af staðreynd

Brot af staðreynd
Höfundur
Jónas Þorbjarnarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Ljóð

Jónas gekk frá handriti bókarinnar til prentunar áður en hann lést, en hún kom út að honum liðnum.

Úr Brot af staðreynd:

Samsetning

Æviþráðurinn liggur upp og niður hæðir blárra daga
í San Fransiskó áttatíu og sjö.

Rústað andlit eftirleguhippa –
augun blóð, gráhvítt síðskegg.

Og hinsvegar fullkomin stúlka að skokka undir kvöld.

En fyrst andlit hennar
er máð úr huga mér
og fyrst þessi tvö dúkka alltaf upp saman
í minningu minni frá San Fransiskó

þá fæ ég lítt varist þeirra óhæfu
að vel byggð stúlkan birtist mér
með hippahausinn ónýta á herðum sér –
skeggfossinn freyðandi yfir barminn.

(29)

 

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í 25 poètes islandais d'aujourd'hui

Lesa meira

Ljóð í Aurora: en presentation av 21 isländska poeter

Lesa meira

Hliðargötur – Sideroads

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í Jón á Bægisá

Lesa meira

Tímabundið ástand

Lesa meira

Ljóð í Zoland poetry

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira