Beint í efni

Háværasta röddin í höfði mínu

Háværasta röddin í höfði mínu
Höfundur
Margrét Lóa Jónsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Ljóð

Úr Háværasta röddin í höfði mínu:

Núna

sagði þér aldrei frá
hamingju minni

og því síður frá leik
sem ég fer mjög oft í
þar sem aðeins má segja
orð eða setningar sem
eiga heima í ljóðum

ég fer oftar og oftar í hann
ég er næstum alltaf í honum
ég er í honum einmitt núna

... sit við hlið þér fyrir framan eld,
brosi, afhýði mandarínur, síðan í leigubíl
haldandi í hönd þína, vitandi að mandarínulyktin
í loftinu og leyndarmálið sem þú hvíslar að mér
mun ævinlega dvelja í blóði mínu -

sagði þér aldrei
frá hamingju minni

tryllingslegri
hamingju minni


 

Fleira eftir sama höfund

Tilvistarheppni

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Glerúlfar

Lesa meira

Laufskálafuglinn

Lesa meira

Tímasetningar

Lesa meira

Ljóðaást

Lesa meira

Frostið ínni í hauskúpunni

Lesa meira

Biðröðin framundan

Lesa meira

Orðafar

Lesa meira