Beint í efni

Englablóð

Englablóð
Höfundur
Kristian Guttesen
Útgefandi
Deus
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Ljóð

Úr bókinni

NÆSTU DYR UM NÆTUR II

I
ÓKYRRÐ
Amsterdam - Brussel

Flugstjórinn varar okkur við,
segir að það sé ókyrrð í skýjunum
og í sama vetfangi
tekur vélin að hristast
eins og hylki úr geimflaug
þegar það hrapar til jarðar.
En skýin eru ekki fast form
sem skekur hluti í frjálsu falli.

II

Meðan ég samdi Ijóðið um ókyrrð í skýjunum
sat ung stelpa skáhallt á móti mér í lestinni,
ég sá tunglið rísa hægt í gegnum rúðuna
að kvöldi dags 7. október og sýndist
það vera fullt.

Ég hafði sest í fyrsta sætið sem
ég fann og spurði hana hvort það
væri laust. Eftir stutta stund
spurði hún með spænskum hreim
hvort ég myndi líta eftir eigum
hennar meðan hún skryppi á
salernið. Hún hafði lokið við að
setja flókna fléttu f hárið og
nú brá hún sér frá til að sminka
sig. Þegar hún kom til baka klæddi
hún sig í yfirhafnir, kvaddi og
fór út á næstu lestarstöð. Sennilega
til að hitta unnusta sinn.

Því það sem maður ímyndar sér
að snúist um mann sjálfan, er oftast
um eitthvað allt annað.

(14-5)

 

Fleira eftir sama höfund

Vegurinn um Dimmuheiði

Lesa meira

Litbrigðamygla

Lesa meira

Mótmæli með þátttöku – bítsaga

Lesa meira

Skuggaljóð

Lesa meira

Afturgöngur

Lesa meira

Elífðir: úrval ljóða 1995-2015

Lesa meira

Hendur morðingjans

Lesa meira