Beint í efni

Elífðir: úrval ljóða 1995-2015

Elífðir: úrval ljóða 1995-2015
Höfundur
Kristian Guttesen
Útgefandi
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
Staður
Fáskrúðsfjörður
Ár
2015
Flokkur
Safnrit

Úr bókinni

Jólabók Blekfjelagsins 2012

HALELÚJA

Það söng í höfðinu á mér þegar glerbrotunum
rigndi yfir mig. Hávaðinn hafði skekið allt húsið.
Helvítis. Ég hafði ætlað að komast inn óséður.
Ég hafði um nokkra hríð haft rökstuddan grun
um að sérlundaði bókasafnarinn á næstefstu
hæðinni hefði undir höndum varning, sem ég
hafði lengi leitað að og komið honum tryggilega
fyrir í læstri kompu í kjallara hússins. Maður frá
Securitas var mættur á svæðið innan nokkurra
mínútna. Skyndilega varð dauðaþögn. Ég sá
útlínur og allt varð svart. Grænt, blátt, gult.
Borgin leið hjá. Það snarkaði í talstöðinni. Ég
mölvaði öryggisglerið. Heyrði strengjaspil og
halelúja. Lá andvaka.

Hlustaði á lagið.

(160)

 

Fleira eftir sama höfund

Vegurinn um Dimmuheiði

Lesa meira

Litbrigðamygla

Lesa meira

Mótmæli með þátttöku – bítsaga

Lesa meira

Skuggaljóð

Lesa meira

Afturgöngur

Lesa meira

Hendur morðingjans

Lesa meira

Englablóð

Lesa meira