Beint í efni

52 sonnettur: ástarsaga

52 sonnettur: ástarsaga
Höfundur
Þórður Helgason
Útgefandi
Bókasmiðjan
Staður
Selfoss
Ár
2014
Flokkur
Ljóð

Úr bókinni:

Sonnetta um ástina

Manstu þegar við föðmuðumst í fyrsta sinni?
Ég féll í arma þína og vissi þá
að þennan heita faðm ég vildi fá
að finna lykja um mig meðan rynni

ævi mín og þín – og þó að spinni
þráðinn granna óljós vættur, á
ég drauminn um að dvelja þér lengi hjá
og dafna láta og vona að aldrei linni

þessari ást sem óvænt barði á dyr
okkar og bauð sig fram ef vildum ljá
hjörtu okkar henni um þessa stund

sem úthlutuð er okkur tveimur fyr
en ævidögum hallar og lokast brá.
Manstu er við héldum á hennar fund?

(25)

Fleira eftir sama höfund

Smárarnir: gaman að lesa

Lesa meira

Fylgdarmaður húmsins: heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk

Lesa meira

Einn fyrir alla

Lesa meira

Og enginn sagði neitt : þrjár smásögur

Lesa meira

Meðan augun lokast

Lesa meira

Þar var ég

Lesa meira

Tilbúinn undir tréverk

Lesa meira

Áfram Óli : smásagnasafn fyrir grunnskóla

Lesa meira

Aftur að vori

Lesa meira