Beint í efni

Tilbúinn undir tréverk

Tilbúinn undir tréverk
Höfundur
Þórður Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Unglingabækur

Úr Tilbúinn undir tréverk:

Fyrirgefið – ég er að lýsa foreldrum mínum, einkum pabba sem situr og hristist við hliðina á mér og er að keyra mig í vinnuna, byggingarvinnuna, og þetta er fyrsti dagurinn. Ég er síður en svo spenntur; mig langaði mest til að halda áfram í unglingavinnunni eins og mörg undanfarin sumur með félögum mínum og flokksstjóra.
Pabbi tilkynnti mér í miðjum samræmdu prófunum að hann væri búinn að koma mér í alvöruvinnu. Það varð til þess að ég fékk 3,5 í stærðfræði. Ég vissi nefnilega strax við hvað hann átti. Í hans augum er ekki til nein alvöruvinna önnur en byggingarvinna. Í hans augum er unglingavinnan helst til þess fallin að kenna ungu fólki leti og ómennsku. Byggingarvinna er að hans mati æðsta sæla allra ungra manna, manndómspróf, mælikvarði á þroska, dugnað, útsjónarsemi og vitsmuni. Mér finnst að hann hefði sjálfur átt að fara í þessa byggingarvinnu í stað þess að sitja allt sumarið við að semja stundatöflu næsta vetrar fyrir skólann sinn.
Upphaf ógæfunnar miklu og fjölskylduharmleiksins var að faðir minn var í byggingarvinnu á sumrin þegar hann var unglingur og ungur maður laust eftir landnám – og varð að manni eins og hann segir sjálfur. Síðan held ég að maðurinn hafi varla litið glaðan dag. Öllum á heimilinu er ljóst að það er pabba að þakka að upp úr jörðu reis Árbæjarhverfið, Breiðholtið og Selásinn – eins og það sé eitthvað til að stæra sig af.
Það er dæmigert fyrir pabba minn að hann fer gjarnan í sunnudagsbíltúra með fjölskyldu sína um úthverfi Reykjavíkur til að sýna henni afrek sín. Hann kann ekki færri en milljón sögur um húsin sem hann sýnir okkur. Þær fjalla flestar um hetjudáðir, slys, steypudaga og reisugilli. Mamma segir ekki orð en ég veit að henni hundleiðast þessar sögur. Ég held þótt skömm sé frá að segja að pabbi hafi beinlínis ekkert þroskast þrátt fyrir öll þessi ár og reynslu.
Nú á ég að sjá um að viðhalda goðsögninni – og verða að manni. Mér skilst að ég eigi að sjá um að reisa raðhúsalengju, nánar tiltekið að Bláberjarima 2-12 í Grafarvogi, sex raðhús nákvæmlega eins á tveimur hæðum, fyrir sex fjölskyldur sem eiga það sameiginlegt að vera nákvæmlega eins.

(s. 6-8)

Fleira eftir sama höfund

Smárarnir: gaman að lesa

Lesa meira

Fylgdarmaður húmsins: heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk

Lesa meira

Einn fyrir alla

Lesa meira

Og enginn sagði neitt : þrjár smásögur

Lesa meira

Meðan augun lokast

Lesa meira

Þar var ég

Lesa meira

Áfram Óli : smásagnasafn fyrir grunnskóla

Lesa meira

Aftur að vori

Lesa meira

Alþingi og harðindin 1881-1888

Lesa meira