Beint í efni

Einn fyrir alla

Einn fyrir alla
Höfundur
Þórður Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Unglingabækur


Úr Einn fyrir alla:

Klukkan er tíu um kvöldið og við erum öll mætt upp í Grafarvog. Það er hálfrokkið og þungskýjað sem betur fer. Nonni er settur í varðstöðu við götuna. Bíllinn er geymdur á verkstæði sem vinur sadistans á, BÍLAVERKSTÆÐI JÓA, í gamalli skemmu. Að þessu hafði Gestur komist gegnum grunlausa mömmu sína.
Siggi er í skæruliðabúningnum sínum og alpahúfan er dregin niður að augum. Hann er vopnaður heljarmiklum hnífi sem hann hefur fest við herklæðin. Og hann hefur fengið liðstyrk; Ragna systir hans er með honum. Hún brosir til okkar Nonna. „Takk fyrir síðast, heybrækur.“ Við Nonni roðnum báðir.
„Þarna er gluggi sem við verðum að notfæra okkur,“ segir Siggi og bendir okkur á litla gluggaboru uppi við þakbrún á einum veggnum.
Við lítum öll á gluggann. „Það kemst enginn inn um þetta gat,“ segir Ragnheiður. Gestur ræskir sig valdmannslega. „ Margur er knár þótt hann sé smár,“ segir hann og lítur á Sigga. „Ef einhver kemst inn um þetta gat er það ég.“
Við sjáum öll að Gestur hefur lög að mæla. Eftir nokkra leit finnum við heljarmikinn bjálka og reisum hann upp við vegginn. Gestur skríður upp hann og er lengi á leiðinni. Við höldum niðri í okkur andanum en loks er Gestur kominn á leiðarenda. Hann tekur af sér húfuna og setur hana á hönd sér og kýlir á glerið sem mölbrotnar. Gestur er eins og reyndur innbrotsþjófur. Síðan tekur hann sér góðan tíma til að hreinsa glerbrotin úr glugganum og svo stingur sér inn. Við sjáum fætur hans hverfa. „Hvernig kemst hann niður?“ spyr Ragnheiður.
„Enginn vandi,“ segir Siggi. „ Það eru hillur á veggnum með varahlutum í bíla alveg niður í gólf. Pabbi fór í morgun og kannaði aðstæður.“
Við störum á Sigga. „Pabbi þinn,“ segir Ragnheiður, „veit hann um okkur?“
„Já, hann styður okkur, hann kemur á eftir.“ Siggi er sallarólegur.

(s. 48-50)

Fleira eftir sama höfund

Smárarnir: gaman að lesa

Lesa meira

Fylgdarmaður húmsins: heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk

Lesa meira

Og enginn sagði neitt : þrjár smásögur

Lesa meira

Meðan augun lokast

Lesa meira

Þar var ég

Lesa meira

Tilbúinn undir tréverk

Lesa meira

Áfram Óli : smásagnasafn fyrir grunnskóla

Lesa meira

Aftur að vori

Lesa meira

Alþingi og harðindin 1881-1888

Lesa meira