Beint í efni

Drekagaldur

Drekagaldur
Höfundur
Elías Snæland Jónsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Barnabækur

Úr Drekagaldri:

Stóra skepnan sem leyndist á bak við svörtu steinana rak gapandi ginið upp á móti Hildi og hvæsti á hana eins og reiður köttur.
 Hún vék ósjálfrátt nokkur skref aftur á bak, en hélt samt vasaljósinu stöðugu og virti furðudýrið betur fyrir sér.
 Það var nokkru stærra en fullvaxinn hestur, en allt öðruvísi í laginu. Hausinn minnti einna helst á úlfalda, fyrir utan hornin tvö sem stóðu upp úr enninu og veiðihárin í kringum víðan munninn. Hálsinn var langur eins og á gíraffa og álíka sver og stærstu eiturslöngur suðuramerísku regnskóganna. Ofarlega á kubbslegum bolnum mátti sjá fiðraða vængi eins og á fuglum.
 Þetta var alveg örugglega dreki. Og hann var allur himinblár á litinn.

(s. 59)

Fleira eftir sama höfund

Brak og brestir

Lesa meira

Átök milli stríða

Lesa meira

Töfradalurinn

Lesa meira

Hvernig skyldi það vera?

Lesa meira

Draumar undir gaddavír

Lesa meira

Fjörbrot fuglanna : Leikrit í tuttugu atriðum

Lesa meira

Krókódílar gráta ekki

Lesa meira

Davíð og Krókódílarnir

Lesa meira