Beint í efni

Töfradalurinn

Töfradalurinn
Höfundur
Elías Snæland Jónsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Barnabækur

Úr Töfradalurinn:

 Hvað ertu nú að gera? spyr Júlíus sem hefur elt hana að borðinu og reynir að lesa skriftina.
 Jenna stingur hvíta pennanum í litla hólfið og lokar dagbókinni í flýti.
 Það er leyndarmál, segir hún, rís á fætur, gengur að bókaskápnum, teygir sig upp í efstu hilluna, grípur um svörtu bækurnar tvær og dregur þær í áttina til sín.
 Hvað heldur þú að gerist þá?
 Jú, fyrst heyrist hár smellur. Síðan losnar skápurinn frá veggnum öðrum megin.
 Alveg satt!
 Eftir smáhik stingur Jenna fingrunum á bak við skápinn og reynir að draga hann fram á gólfið.
 Það tekst auðveldlega vegna þess að skápurinn er á hjörum á annarri hliðinni. Það ískrar í þeim þegar Jenna færir hann til.
 Sjáðu bara! hrópar hún. Alveg eins og ég sagði ykkur!
 Já, á bak við skápinn kemur í ljós stórt gat inn í klettavegginn sem húsið stendur þétt upp við.
 Júlíus starir steinhissa á svart opið. Jafnvel Kári stendur á fætur og flýtir sér til þeirra.
 Hvað gerðirðu? spyr hann.
 Jenna skoðar spennt gatið í veggnum án þess að svara bróður sínum.
 Það er vonlaust að sjá hvert þessi göng liggja, segir Júlíus.
 Ég er viss um að þau ná alla leið upp í helli nornarinnar, segir Jenna.
 Hvernig veistu það?
 Ég veit það bara.
 Júlíus stingur höfðinu varlega inn í opið.
 Það er voðalega dimmt þarna, segir hann svo og stígur nokkur skref til baka aftur.
 Gerir ekkert! segir Jenna. Ég tek bara kerti með mér.
 Hún opnar skúffu neðst í bókaskápnum, nær þar í kerti og eldspýtur, kveikir á kertinu og treður eldspýtnastokknum í vasa sinn. Síðan grípur hann rauðu dagbókina af borðinu og stingur henni undir handlegginn.
 Ég verð ekki lengi, segir hún, stígur varlega gegnum opið og heldur inn í göngin.
 Þar lítur hún sem snöggvast til baka.
 Þið megið engum segja hvert ég fór! kallar hún í skipunartón.
 Ætlarðu að fara ein alla þessa löngu leið? spyr Júlíus órólegur.
 Alls engum! Heyrið þið það? ítrekar hún og leggur af stað upp dimm göngin.
 Jenna! Jenna! hrópar Júlíus. Bíddu eftir mér!
En hann fær ekkert svar. Hún er gjörsamlega horfin í niðdimmt myrkrið.

(s. 59-60)

Fleira eftir sama höfund

Brak og brestir

Lesa meira

Átök milli stríða

Lesa meira

Hvernig skyldi það vera?

Lesa meira

Draumar undir gaddavír

Lesa meira

Fjörbrot fuglanna : Leikrit í tuttugu atriðum

Lesa meira

Krókódílar gráta ekki

Lesa meira

Davíð og Krókódílarnir

Lesa meira

Lífsins steinn

Lesa meira