Beint í efni

Krókódílar gráta ekki

Krókódílar gráta ekki
Höfundur
Elías Snæland Jónsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Barnabækur

Úr Krókódílar gráta ekki:

 Davíð reyndi að bera hendurnar fyrir sig í fallinu.
 Hann rakst utan í oddhvassar nibbur á leiðinni niður. Svo skall hann harkalega á milli tveggja stórra steina við rætur hamraveggjarins og veltist þaðan í marga hringi niður í miðjan hvamminn.
 Nokkra stund var hann alveg ringlaður.
 Hvað hafði eiginlega gerst?
 Hann lá grafkyrr í grasinu á meðan hann var að reyna að ná áttum á ný.
 Loks heyrði hann köllin í Selmu.
 Davíð! hrópaði hún. Ertu meiddur?
 Smám saman fann hann fyrir miklum og vaxandi sársauka. Fyrst í öðru hnénu og bringunni en síðan í höndunum. Þar kenndi hann langmest til.
 Davíð lyfti höfðinu varfærnislega.
 Selma lá á hnjánum við hlið hans. Það var angist og kvíði í svip hennar:
 Svaraðu mér!
 Hann stundi um leið og hann velti sér á bakið.
 Guð! sagði Selma. Það fossblæðir úr þér.
 Þegar hann lyfti handleggjunum sá hann að þeir voru blóðugir upp að olnboga.
 Hreyfðu puttana!
 Davíð settist varlega upp.
 Hreyfðu þá! endurtók Selma.
 Hann sneri lófunum að sér og færði til fingurna hvern af öðrum. Hann gat hreyft þá alla.
 Guði sér lof, sagði Selma. Þú ert þá líklega ekki handleggsbrotinn.
 Davíð fann sífellt meira og meira til í blóðugum handleggjunum.
 Og líka í brjóstinu og öðrum fætinum.
 Hann sá að skyrtubolurinn var rifinn að framan. Og það hafði komið stórt gat á buxurnar í fallinu.
 Hann reyndi að harka af sér og fór að huga betur að handleggjunum.
 Blóðið lak úr þeim báðum. Hann sá varla í sjálf sárin fyrir öllu blóðinu.

(s. 63-64)

Fleira eftir sama höfund

Brak og brestir

Lesa meira

Átök milli stríða

Lesa meira

Töfradalurinn

Lesa meira

Hvernig skyldi það vera?

Lesa meira

Draumar undir gaddavír

Lesa meira

Fjörbrot fuglanna : Leikrit í tuttugu atriðum

Lesa meira

Davíð og Krókódílarnir

Lesa meira

Lífsins steinn

Lesa meira