Beint í efni

Elías Snæland Jónsson

Æviágrip

Elías Snæland Jónsson fæddist 8. janúar 1943 að Skarði í Bjarnafirði, Strandasýslu. Að loknu prófi frá Samvinnuskólanum 1962 stundaði hann nám í Skóla norsku verkalýðshreyfingarinnar í Sörmarka í Noregi og hóf störf sem blaðamaður við Sunmöre Arbeideravis í Álasundi vorið 1963. Hann var blaðamaður á Tímanum og Vísi þar sem hann gegndi einnig stöðu ritstjórnarfulltrúa, ritstýrði Nýjum þjóðmálum 1994 – 1996, Tímanum 1981 - 1984, var aðstoðarritstjóri á DV 1984 - 1997 og ritstýrði Degi frá 1997 til 2001.

Fyrsta smásaga hans, „Hvernig skyldi það vera?“, birtist í smásagnasafninu Vertu ekki með svona blá augu árið 1984 en hann hefur einnig fengist við leikritagerð, skrifað handrit að heimildamyndum, gefið út rit almenns eðlis og skrifað skáldsögu fyrir fullorðna. Elías Snæland hefur þó einkum skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín. Leikritið Fjörubrot fuglanna var frumsýnt í Borgarleikhúsi ungs fólks í Dresden (Theater Junge Generation) í þýskri þýðingu 1999. Elías hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Brak og bresti 1993 en Návígi á hvalaslóð (1998) var á heiðurslista IBBY samtakanna (International Board on Books for Young People).

Elías Snæland lést 8. apríl 2022.